Forsíða / Safnfræðsla

Safnfræðsla

Safnfræðsla fyrir skóla- og frístundahópa er án endurgjalds.

Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Hér er rafræn útgáfa af fræðslubæklingi Borgarsögusafns 2016 - 2017 (pdf).

Leikskóli
Leikfangasýning
Árbæjarsafn Elsti árgangur 07.03.2017

Komdu að leika!

Hvað eiga leggur, skel og törtles- kallar sameiginlegt? Lærðu um sögu leikfanga á tuttugustu öld í gegnum leik! Stutt fræðsla og frjáls leiktími á sýningunni!

Nánar
Grófarhús
Ljósmyndasafn Elsti árgangur 07.03.2017

Hvað er sýning?

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er staðsett á 6. hæð, Tryggvagötu 15 og því upplagt að heimsækja það um leið og Menningarhúsið Grófina (Borgarbókasafn). Hægt er að fá stutta kynningu á síbreytilegum sýningum safnsins.

Nánar
Landnámssýningin
Landnámssýningin Elsti árgangur 07.03.2017

Þúsund ára gamalt!

Þekkir þú einhvern sem er þúsund ára gamall? Stutt heimsókn þar sem við veltum vöngum og spjöllum saman um landnemana – fyrsta fólkið á Íslandi. Tilvalið sem fyrsta heimsókn á safn.

Nánar
Gaman er að koma út í Varðskip og skoða
Sjóminjasafn Elsti árgangur 07.03.2017

Alvöru varðskip!

Óðinn var björgunar- og varðskip Landhelgisgæslunnar, í notkun frá 1960–2006. Nú er það safngripur. Við förum í könnunarleiðangur um króka og kima varðskipsins til að fá innsýn í starfsemi þess og sögu.

Nánar
Grunnskóli
Gestir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Ljósmyndasafn 8. - 10. Bekkur 07.03.2017

Fortíð og ljósmyndir í fókus

Hvernig eru ljósmyndir varðveittar? Hvert er gildi ljósmynda? Nemendur fá að kynnast starfsemi safnsins og áherslum þess. Síbreytilegar sýningar safnsins (um 15 á ári) fela í sér ótal tækifæri til fræðslu. Við mælum með að kennarar kynni sér heimasíðu safnsins eða ráðfæri sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns.

Nánar
Metamorphosis/Umbreyting
07.03.2017

Menning og ljósmyndir

Lögð áhersla á myndlæsi á sýningunni Metamorphosis/Umbreyting, ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara sem hann hefur tekið á undanförnum árum. Athugið vel sýningartímann.

Nánar
Skólahópur á Landnámssýningunni: Margmiðlunarborð
Landnámssýningin 4. - 6. bekkur 07.03.2017

Lífið á landnámsöld

Hvað vitum við um daglegt líf og störf fólks á landnámsöld? Landnám Reykjavíkur og Íslands skoðað út frá fornleifum sem hafa fundist. Gengið saman um Landnámssýninguna og fjölbreyttar efnislegar minjar skoðaðar og ræddar í kjölinn.

Nánar
Árbæjarsafn - Neyzlan
Árbæjarsafn 7. - 10. bekkur 07.03.2017

NeyZluhættir - RÚTUTILBOÐ!

Sýningin NeyZlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar er að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur vinna hópverkefni sem eflir skapandi og gagnrýna hugsun í afslöppuðu umhverfi.

Nánar
Árbæjarsafn_hjaverkin_krukkumynd_.jpg
Árbæjarsafn 8. - 10. bekkur 31.08.2016

Konur og hjáverkin - RÚTUTILBOÐ!

Hvað er fyrirvinna? Hvað er dulið hagkerfi? Af hverju völdu konur að verða smásagnahöfundar, grasalæknar og tungumálakennarar í hjáverkum?

Nánar
Sagan grafin upp: Jarðvegsskráning
Landnámssýningin 5. - 7. bekkur 30.08.2016

Sagan grafin upp - VERKEFNABÓK!

Hvernig er hægt að þekkja ævaforna gripi og hvað segja þeir um fortíðina? Litið er inn í spennandi heim fornleifafræði og hvað gerist þegar sagan er grafin upp. Í heimsókninni er unnið með forna gripi, sérútbúinn fornleifakassa og verkefnahefti til að kynnast rannsóknaraðferðum fornleifafræðinga.

Nánar
Hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni
Sjóminjasafn 5. - 7. bekkur 30.08.2016

Þorskastríðssögur - RÚTUTILBOÐ!

Hvers konar samskipti eiga sér stað um borð í varðskipi? Hvað er Þorskastríð? Æsispennandi hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni þar sem nemendur og kennarar bregða sér í hlutverk skipsáhafnar í spuna og leik. Safnkennari leiðir leikinn sem byggir á raunverulegum atburðum.

Nánar
Gamli sveitabærinn Árbær er heimsóttur
Árbæjarsafn 3. - 4. bekkur 30.08.2016

Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti...á safni!

Hvernig var að búa í torfbæ án rafmagns og nútímaþæginda? Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti til þess að kynnast lífinu í gamla daga, verklagi fólks og vinnubrögðum. Nemendur fá að spreyta sig á starfsháttum fyrri tíma bæði inni og/eða úti eftir árstíma eins og að bera vatn, kemba ull eða finna eldivið.

Nánar
Sjominjasafn_stelpa.jpg
Sjóminjasafn 8. - 10. bekkur 29.08.2016

Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur

Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta og fjallað um sjósókn Íslendinga í gegnum aldirnar, bæði kvenna og karla. Við pælum í staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku og skoðum hvernig hetjulegar sjókonur breyttust í ókvenlegar „gribbur“ í sögulegu samhengi á meðan sjómenn hafa lengi setið einir að nafngiftinni hetjur hafsins.

Nánar
Nemendur skoða sýninguna Frá örbirgð til allsnægta
Sjóminjasafn 2. - 3. bekkur 29.08.2016

Komdu og skoðaðu hafið...á safni!

Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu hafið. Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta. Nemendur kynnast aðbúnaði sjómanna og sjókvenna hér áður fyrr, auðlindum hafsins og nýtingu þeirra.

Nánar
Framhaldsskóli
Lífið er ekki bara leikur
Ljósmyndasafn Eldri nemendur 07.03.2017

Ljósmyndir í fókus

Hvernig eru ljósmyndir varðveittar? Hvert er gildi ljósmynda? Nemendur fá að kynnast starfsemi safnsins og áherslum þess. Síbreytilegar sýningar safnsins (um 15 á ári) fela í sér ótal tækifæri til fræðslu.

Nánar
Metamorphosis/Umbreyting
07.03.2017

Menning og ljósmyndir

Lögð áhersla á myndlæsi á sýningunni Metamorphosis/Umbreyting, ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara sem hann hefur tekið á undanförnum árum. Athugið vel sýningartímann.

Nánar
Landnámssýningin
Landnámssýningin Eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um Landnámssýninguna. Miðuð að aldri og getu nemanda. Viðfangsefni heimsóknar er landnám Íslands en sýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að.

Nánar
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um sýningar safnsins og varðskipið Óðinn. Miðuð að aldri og getu nemenda. Viðfangsefni heimsóknar er þróun í sögu fiskveiða á Íslandi og mikilvægi þeirra í sögu landsins. Gengið er síðan saman út í varðskipið Óðinn þar sem sögu þorskastríðanna er gerð skil ásamt sögu skipsins.

Nánar
Heimsókn á Árbæjarsafn að vetri til er frábær upplifun
Árbæjarsafn Eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um safnasvæði Árbæjarsafns. Miðuð að aldri og getu nemanda. Viðfangsefni heimsóknar er heimsókn í Suðurgötu 7 og gamla sveitabæinn Árbæ.

Nánar
Landnámssýning-Fræðsla
Landnámssýningin Eldri nemendur 07.03.2017

Lífið á landnámsöld

Hvað vitum við um daglegt líf og störf fólks á landnámsöld? Landnám Reykjavíkur og Íslands skoðað út frá fornleifum sem hafa fundist. Gengið saman um Landnámssýninguna og fjölbreyttar efnislegar minjar skoðaðar og ræddar í kjölinn.

Nánar
Hjáverkin
Árbæjarsafn eldri nemendur 07.03.2017

Sýningarnar NeyZlan og Hjáverkin

Tekið er á móti framhaldsskóla- og háskólanemum og þeim boðin kynning á sýningunum NeyZlan og Hjáverkin. Einnig er boðið upp á almenna leiðsögn um útisvæði safnsins.Við mælum með því að kennarar ráðfæri sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns við nánari útfærslu á heimsóknum.

Nánar
Sjókonur
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum.

Nánar
20161118_135057.jpg
Framhaldsskóli 01.02.2017

#undurhversdagsins

Instagram-verkefnið #undurhversdagsins hefst á heimsókn á ‪#ljosmyndasafnreykjavikur. Nemendur fá fræðslu um starfsemina og sjá sýningu Jóhönnu Ólafsdóttur „Ljósmyndir“. ‬

Nánar
Háskóli
Lífið er ekki bara leikur
Ljósmyndasafn Eldri nemendur 07.03.2017

Ljósmyndir í fókus

Hvernig eru ljósmyndir varðveittar? Hvert er gildi ljósmynda? Nemendur fá að kynnast starfsemi safnsins og áherslum þess. Síbreytilegar sýningar safnsins (um 15 á ári) fela í sér ótal tækifæri til fræðslu.

Nánar
Metamorphosis/Umbreyting
07.03.2017

Menning og ljósmyndir

Lögð áhersla á myndlæsi á sýningunni Metamorphosis/Umbreyting, ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara sem hann hefur tekið á undanförnum árum. Athugið vel sýningartímann.

Nánar
Landnámssýningin
Landnámssýningin Eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um Landnámssýninguna. Miðuð að aldri og getu nemanda. Viðfangsefni heimsóknar er landnám Íslands en sýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að.

Nánar
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um sýningar safnsins og varðskipið Óðinn. Miðuð að aldri og getu nemenda. Viðfangsefni heimsóknar er þróun í sögu fiskveiða á Íslandi og mikilvægi þeirra í sögu landsins. Gengið er síðan saman út í varðskipið Óðinn þar sem sögu þorskastríðanna er gerð skil ásamt sögu skipsins.

Nánar
Heimsókn á Árbæjarsafn að vetri til er frábær upplifun
Árbæjarsafn Eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um safnasvæði Árbæjarsafns. Miðuð að aldri og getu nemanda. Viðfangsefni heimsóknar er heimsókn í Suðurgötu 7 og gamla sveitabæinn Árbæ.

Nánar
Landnámssýning-Fræðsla
Landnámssýningin Eldri nemendur 07.03.2017

Lífið á landnámsöld

Hvað vitum við um daglegt líf og störf fólks á landnámsöld? Landnám Reykjavíkur og Íslands skoðað út frá fornleifum sem hafa fundist. Gengið saman um Landnámssýninguna og fjölbreyttar efnislegar minjar skoðaðar og ræddar í kjölinn.

Nánar
Hjáverkin
Árbæjarsafn eldri nemendur 07.03.2017

Sýningarnar NeyZlan og Hjáverkin

Tekið er á móti framhaldsskóla- og háskólanemum og þeim boðin kynning á sýningunum NeyZlan og Hjáverkin. Einnig er boðið upp á almenna leiðsögn um útisvæði safnsins.Við mælum með því að kennarar ráðfæri sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns við nánari útfærslu á heimsóknum.

Nánar
Sjókonur
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum.

Nánar

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.