Home / For families

For families

Smiðjur og leiksvæði

Borgarsögusafn Reykjavíkur býður upp á fjölda tímabundinna smiðja sem eru hluti af viðburðadagskrá safnsins. Auk þess er líka að finna leiksvæði og skemmtimenntunar rými á flestum sýningarstöðum safnsins.

Leikhornið á Landnámssýningunni
Ungir víkingar að leik

Árbæjarsafn

Komdu að leika! er sýning þar sem gestir læra í gegnum leik. Á sýningunni má leika með allt sem er þar til sýnis. Viðfangsefni hennar eru leikir og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma. 

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni má finna skemmtilegt leiksvæði þar sem hægt er að hafast að við ýmislegt sem tengist landnámsöld á Íslandi. Þar er einnig að finna ýmsar skemmtilegar þrautir sem vert er að reyna að leysa. Síðast en ekki síst má spreyta sig í að skrifa nafn sitt með rúnum!

Sjóminjasafn: Sjómennska, seglbátur
Ungur og efnilegur sjómaður hér á ferð

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Hinar sívinsælu Bátasmiðjur eru reglulega settar upp á Sjóminjasafninu. Þess á milli er á sýningu safnsins að finna leiksvæði þar sem hægt er meðal annars að klæðast sjóklæðum frá fyrri tíð. 

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita