Home / Node / Fyrir fjölskyldur

Fyrir fjölskyldur

Borgarsögusafn leggur mikinn metnað í að gera heimsókn á söfnin að skemmtilegri upplifun fyrir alla fjölskylduna. Safnið býður upp á margs konar fjölskylduvæna viðburði. Þar að auki er það yfirlýst markmið safnsins að bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi starf barna á öllum sýningarstöðum.

Smiðjur og leiksvæði

Borgarsögusafn Reykjavíkur býður upp á fjölda tímabundinna smiðja sem eru hluti af viðburðadagskrá safnsins. Auk þess er líka að finna leiksvæði og skemmtimenntunar rými á flestum sýningarstöðum safnsins.

Leikhornið á Landnámssýningunni
Ungir víkingar að leik

Árbæjarsafn

Komdu að leika! er sýning þar sem gestir læra í gegnum leik. Á sýningunni má leika með allt sem er þar til sýnis. Viðfangsefni hennar eru leikir og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma. 

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni má finna skemmtilegt leiksvæði þar sem hægt er að hafast að við ýmislegt sem tengist landnámsöld á Íslandi. Þar er einnig að finna ýmsar skemmtilegar þrautir sem vert er að reyna að leysa. Síðast en ekki síst má spreyta sig í að skrifa nafn sitt með rúnum!

Sjóminjasafn: Sjómennska, seglbátur
Ungur og efnilegur sjómaður hér á ferð

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Hinar sívinsælu Bátasmiðjur eru reglulega settar upp á Sjóminjasafninu. Þess á milli er á sýningu safnsins að finna leiksvæði þar sem hægt er meðal annars að klæðast sjóklæðum frá fyrri tíð. 

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Dysfunctional Page?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.