Home / Node / Húsvernd

Húsvernd

Borgarsögusafn Reykjavíkur gegnir margþættu hlutverki á sviði húsverndar og varðveislu byggingararfsins. Í Árbæjarsafni eru varðveitt hús sem talin eru hafa sögulegt og listrænt gildi og flutt hafa verið á safnsvæðið. Borgarsögusafn sinnir rannsóknum á byggðasögu og byggingararfi borgarinnar og heldur húsaskrá þar sem er að finna upplýsingar um sögu og varðveislumat húsa í Reykjavík. Afrakstur rannsókna safnsins er birtur í byggða- og húsakönnunum sem gefnar eru út í skýrsluröð safnsins. Borgarsögusafn vinnur náið með Minjastofnun Íslands og Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að málum sem varða húsvernd, skipulag og framkvæmdir í borginni. Í Húsverndarstofu, sem staðsett er í Árbæjarsafni, getur almenningur sótt sér ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

Fyrirspurnir um hús og húsvernd í Reykjavík má senda á netfangið: minjavarsla@reykjavik.is

 

Lindargata 54
Lindargata 54 fékk fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2009.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Dysfunctional Page?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.