Home / Node / Menningarmerkingar

Menningarmerkingar

í Reykjavík

Menningar- og ferðamálasvið og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á menningarmerkingum í borgarlandinu. Merkingar á sögulegum minjum og svæðum innan borgarmarka Reykjavíkur gera upplifun borgarbúa og gesta borgarinnar ánægjulegri auk þess að veita fræðslu um sögu höfuðborgarinnar. Á skiltunum má finna fróðleik um mannlíf, sögu, list og bókmenntir sem tengjast viðkomandi stað, ásamt myndefni.

Tillögur og athugasemdir varðandi menningarmerkingar skulu berast til starfshóps um menningarmerkingar á netfangið bokmenntaborgin@reykjavik.is. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.

Hér fyrir neðan er kort með upplýsingum um staðsetningar sögu-, bókmennta- og annarra menningartengdra merkinga á vegum Reykjavíkurborgar.

 

Hljómskálagarðurinn

Kort yfir menningarmerkingar

PDF skjöl - menningarmerkingar

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Dysfunctional Page?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.