Home / Node / Rannsóknir

Rannsóknir

Borgarsögusafn Reykjavíkur sinnir rannsóknum og fræðastarfi. Með rannsóknum sínum vill safnið auka þekkingu og skilning á lífi og menningu borgarinnar og gera þær aðgengilegar íbúum hennar og gestum á markvissan hátt með útgáfu og miðlun. Rannsóknasvið safnsins er saga Reykjavíkur og nágrennis í víðtækum skilningi. Rannsóknir og söfnun eru undirstaða sýninga safnsins. Að auki leitast safnið við að safna og halda til haga fróðleik um safnfræði og efla safnfræðirannsóknir á Íslandi.

Safnið tekur á móti nemendum af öllum skólastigum sem og fræðimönnum sem óska þess að nýta safnið og safnkost þess til rannsókna. Safnið er búið góðu bókasafni sem skoða má í Gegni og nýta sér á staðnum. 

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Dysfunctional Page?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.