30.08.2016

Sagan grafin upp - verkefnabók

Hvernig er hægt að þekkja gamla gripi og hvað segja þeir um fortíðina? Litið er inn í spennandi heim fornleifafræði og athugað hvað gerist þegar sagan er grafin upp. Í heimsókninni er unnið með forna gripi og verkefnahefti til að kynnast rannsóknaraðferðum fornleifafræðinga.

Sagan grafin upp: Jarðvegssýni

Fjöldi: 25 nem.

Bókaðu verkefni

Tími: 45-60 mín.

Markmið

  • Að kynna fyrir nemendum aðferðir fornleifafræði og hvernig lesið er úr efnislegum leifum fortíðar.
  • Að fræða nemendur um ferlið frá uppgötvun minja til framsetningar sögunnar

Tenging við námskrá

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

  • Áttað sig á mismunandi túlkunum og greint milli staðreynda og skoðana með rökum (Lykilhæfni: skapandi og gagnrýnin hugsun)
  • Lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)