25.08.2017

Þorp og sveit í borginni

Á Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Boðið er upp á sýningar og leiðsagnir, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Kennarar geta nýtt sér sýningar safnsins í verkefnavinnu nemenda eða fengið leiðsögn með safnkennara um valdar sýningar og tiltekin hús. Við hvetjum kennara að hafa samband við fræðsluteymi safnsins við nánari útfærslu á heimsóknum og leiðsögnum.

Árbæjarsafn að vori

Hægt er að nálgast lista yfir sýningar safnsins hér: http://borgarsogusafn.is/is/arbaejarsafn/syningar

Aðgangur er ókeypis fyrir hópa á öllum skólastigum sem bóka heimsóknir í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is