Forsíða / Árbæjarsafn / Afmælisdagskrá Árbæjarsafns 11.-13. ágúst

Afmælisdagskrá Árbæjarsafns 11.-13. ágúst

FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST
17:00-20:00 „Swap til you drop“ fataskiptimarkaður í Lækjargötu. Gestir koma með fatnað og fleira til að skipta við aðra. Rokkabillí tónlist að hætti Smutty Smiff og bjórsmökkun frá Ölgerðinni kl.19.
18:00 „Pub Quiz“ í kaffihúsi safnsins Dillonshúsi. 
19:57 Setning hátíðarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur afmælishátíð Árbæjarsafns.
20:10 Tónleikar með Sigríði Thorlacius, Tómasi R. Einarssyni og Gunnari Gunnarssyni.
21:00 Upphaf Árbæjarsafns. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri fer með gesti í leiðsögn um safnið. Þátttakendur safnast saman við inngang safnsins.

LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST
10:00-17:00 Komdu að dansa! viðburður í Landakoti.
13:00-16:00 Dýrgripur í dós í Koffortinu.
13:00-16:00 Hvað leynist í haugnum? Börn fá að kynnast starfi fornleifafræðinga með því að sigta jarðveg í leit að forngripum. 

13:00-16:00 Allskonar í gangi: Harmónikuleikur, lummur steiktar, smjör strokkað, saltfiskur vaskaður, kaffibrennsla í Hábæ, handverksfólk dreift um svæðið. Handverkskonur Heimilisiðnaðarfélagsins vinna að fallegu handverki í Kornhúsinu og í húsum við torgið. Hestvagn keyrir um torgið. Eldstæði til að grilla sykurpúða á teini. 
13:00-16:00 Leikir fyrir börn og fjölskyldur þeirra og kynning á fræðslustarfi safnsins. Athugið að leikirnir hefjast frá húsinu Líkn.

14:00-14:30 Fornleifaleiðsögn. Nýjustu fornleifarannsóknir við Árbæ sýna að Árbærinn á sér fornar rætur, jafnvel frá víkingaöld!
14:00-16:00 Leiðsögn um Vörðuna á 20 mínútna fresti. Gestir skrái sig í miðasölu.

SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST
10:00-17:00 Komdu að dansa! í Landakoti.

13:00 Eliza Reid forsetafrú ávarpar samkomuna og setur búningakeppnina „Cosplay 1957“ sem endar kl.15.

13:00-16:00 Hvað leynist í haugnum? Börn fá að kynnast starfi fornleifafræðinga með því að sigta jarðveg í leit að forngripum. 
13:15 Skólahljómsveit Grafarvogs marserar um safnið.
13:00-16:00 Allskonar í gangi: Fornbílaklúbburinn verður með glæsilega kagga á safnsvæðinu.  Harmónikuleikur, lummur steiktar, smjör strokkað, saltfiskur vaskaður, kaffibrennsla í Hábæ, handverksfólk dreift um svæðið. Handverkskonur frá Heimilisiðnaðarfélaginu vinna að fallegu handverki í Kornhúsinu og í húsum við torgið. Hestvagn keyrir um torgið. Eldstæði til að grilla sykurpúða á teini. 
13:00-16:00 Leikir fyrir börn og fjölskyldur þeirra og kynning á fræðslustarfi safnsins. Athugið að leikirnir hefjast frá húsinu Líkn.

14:00 Guðsþjónusta. 
14:00-15:00 Leiðsögn um Vörðuna á 20 mínútna fresti. Skráningar er þörf í miðasölu. 
14:00-14:30 Fornleifaleiðsögn. Nýjustu fornleifarannsóknir við Árbæ sýna að Árbærinn á sér fornar rætur, jafnvel frá víkingaöld!

Verið velkomin!

Ókeypis aðgangur alla helgina.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.