Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

 Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
abs_jolamynd.jpg
Árbæjarsafn elsti árgangur

Senn koma jólin (frá 25. nóv. til 18. des.)

Hvernig voru jólin hjá krökkum í gamla daga? Íslensku jólasveinarnir og jólahald fyrr á árum er í brennidepli í desemberheimsókn. Undirbúningur fyrir jólin verður í fullum gangi! Tökum á móti bókunum frá og með 1. október. Rúta í boði fyrir leikskóla í Reykjavík.

Nánar
Árbæjarsafn: Föturnar hans Friðriks
Árbæjarsafn frístundastarf

Leikjafjör

Við bjóðum upp á fræðandi leiki fyrir hópa sem vilja njóta útiveru í einstöku umhverfi. Leikirnir eru þrír og henta mismunandi aldri: Litir og form fyrir 5 - 9 ára; Föturnar hans Friðriks fyrir 6 - 14 ára og Lífið án farsíma fyrir 11 - 14 ára. Einnig er hægt að aðlaga leikina fyrir ungt fólk og fullorðna.

Nánar
Komdu að leika
Árbæjarsafn leikskóli

Komdu að leika!

Hvað eiga leggur, skel og Baby-born dúkka sameiginlegt? Kynning á sögu leikfanga á tuttugustu öldinni og frjáls leiktími á stöðvum frá mismunandi tímum – allt frá árinu 1900 fram til okkar daga.

Nánar
Grunnskóli
Árbæjarsafn: Að þreyja þorrann
Árbæjarsafn 1.- 2. bekkur

Að þreyja þorrann (frá 25.jan til 21.feb)

Notaleg stund þar sem við ræðum hvernig var að búa við vetrarkulda og myrkur fyrir tíma rafmagns og nútímaþæginda. Við skoðum hluti sem tengjast matargerð í gamla daga, sérstaklega þorramat.

Nánar
Fræðsla fyrir 1. - 2. bekk
Árbæjarsafn 1.- 2. bekkur

Kíkt í Koffortið + Komdu að leika!

Nemendum er boðið að skoða opna safngeymslu sem kallast Koffortið og uppgötva þar safngripi (gamla muni) og læra um þá í gegnum leik. Endað er á að skoða sýninguna Komdu að leika.

Nánar
arbaejarsafn_hjukrun_i_100_ar_opnunarmynd.jpg
Árbæjarsafn 3. - 4. bekkur

Hjúkrunarverk að vinna

Í tengslum við sýninguna Hjúkrun í 100 ár fá nemendur að kynnast starfi hjúkrunarfræðinga, sögu þess og þróun. Hjúkrunarbúningar eru skoðaðir og ýmis hjúkrunarverk prófuð t.d. að taka púls og binda fatla. Tímabundið fræðslutilboð!

Nánar
® Roman Gerasymenko
Árbæjarsafn 3. - 4. bekkur

Verk að vinna

Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti til að kynnast lífinu í gamla bændasamfélaginu og sjávarþorpinu Reykjavík. Nemendur fá að vinna verk inni eða úti eftir árstíma til dæmis að kemba ull, sópa, finna eldivið eða bera vatn.

Nánar
Fræðsla fyrir grunnskóla
Árbæjarsafn 5.-7.bekkur

Aðfangadagskvöld 1959 (25.nóv - 18.des)

Hugguleg jólaheimsókn þar sem við ræðum um jólahald og jólahefðir fyrir rúmri hálfri öld. Við skreytum jólatréð og tökum upp jólapakka eins og árið væri 1959. Tökum á móti bókunum frá og með 1. október. Rútur í boði fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

Nánar
Árbæjarsafn - Neyzlan
Árbæjarsafn 7. - 10. bekkur

Neyzlan

Sýningin Neyzlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar er að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur vinna hópverkefni sem eflir skapandi og gagnrýna hugsun í afslöppuðu umhverfi.Rútur í boði fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

Nánar
Tveir heimar
Árbæjarsafn 8. - 10. bekkur

HEIMAt - tveir heimar

Árið 1949 kom stór hópur þýskra kvenna til Íslands til að vinna á sveitabæjum. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Marzenu Skubatz þar sem saga og minningar núlifandi kvenna úr þessum hópi er í aðalhlutverki. Sýningin minnir á að alla daga er og hefur fólk verið að flytjast á milli landa í heiminum vegna óviðunandi aðstæðna. Athugið, sýningin stendur til 31. október 2019.

Nánar
Árbæjarsafn: Föturnar hans Friðriks
Árbæjarsafn frístundastarf

Leikjafjör

Við bjóðum upp á fræðandi leiki fyrir hópa sem vilja njóta útiveru í einstöku umhverfi. Leikirnir eru þrír og henta mismunandi aldri: Litir og form fyrir 5 - 9 ára; Föturnar hans Friðriks fyrir 6 - 14 ára og Lífið án farsíma fyrir 11 - 14 ára. Einnig er hægt að aðlaga leikina fyrir ungt fólk og fullorðna.

Nánar
Framhaldsskóli
Árbæjarsafn að vori
Árbæjarsafn

Þorp og sveit í borginni

Á Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Boðið er upp á sýningar og leiðsagnir, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Kennarar geta nýtt sér sýningar safnsins í verkefnavinnu nemenda eða fengið leiðsögn með safnkennara um valdar sýningar og tiltekin hús. Við hvetjum kennara að hafa samband við fræðsluteymi safnsins við nánari útfærslu á heimsóknum og leiðsögnum.

Nánar
arbaejarsafn_likn.jpg
Árbæjarsafn

LÍKN – fjölnota fræðsluhús fyrir námskeið og nemendasýningar

Húsið Líkn er nýuppgert og á efri hæð þess er aðstaða fyrir ýmis námskeið og nemendasýningar í samstarfi við skóla og aðra aðila er tengjast starfsemi safnsins. Á neðri hæðinni er sýning um sögu ljósmyndunnar og ljósmyndastúdíó með búningum og fylgihlutum. Við hvetjum kennara til að ráðfæra sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns um möguleika rýmisins.

Nánar
Tveir heimar
Árbæjarsafn

HEIMAt - tveir heimar

Árið 1949 kom stór hópur þýskra kvenna til Íslands til að vinna á sveitabæjum. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Marzenu Skubatz þar sem saga og minningar núlifandi kvenna úr þessum hópi er í aðalhlutverki. Sýningin minnir á að alla daga er og hefur fólk verið að flytjast á milli landa í heiminum vegna óviðunandi aðstæðna. Athugið, sýningin stendur til 31. október 2019.

Nánar
Háskóli
Árbæjarsafn að vori
Árbæjarsafn

Þorp og sveit í borginni

Á Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Boðið er upp á sýningar og leiðsagnir, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Kennarar geta nýtt sér sýningar safnsins í verkefnavinnu nemenda eða fengið leiðsögn með safnkennara um valdar sýningar og tiltekin hús. Við hvetjum kennara að hafa samband við fræðsluteymi safnsins við nánari útfærslu á heimsóknum og leiðsögnum.

Nánar

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.