Forsíða / Árbæjarsafn / Árbæjarsafn - Fræðsla / Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti...á safni!
Árbæjarsafn 3. - 4. bekkur 30.08.2016

Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti...á safni!

Hvernig var að búa í torfbæ án rafmagns og nútímaþæginda? Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti til þess að kynnast lífinu í gamla daga, verklagi fólks og vinnubrögðum. Nemendur fá að spreyta sig á starfsháttum fyrri tíma bæði inni og/eða úti eftir árstíma eins og að bera vatn, kemba ull eða finna eldivið.

Gamli sveitabærinn Árbær er heimsóttur
Árbær til vinstri, bæjarhús frá aldamótunum 1900. Safnkirkjan til hægri, reist á Silfrastöðum í Skagafirði 1842

Fjöldi: 20-25 nem.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

Markmið

  • Að komast í kynni við aðstæður fólks fyrr á öldum og kynnast verklagi fólks og vinnubrögðum.

Tenging við námskrá

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

  • Nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • Sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • Bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum við inngang safnsins.
  • Nemendur fá að spreyta sig á starfsháttum fyrri tíma bæði inni og/eða úti eftir árstíma eins og að bera vatn, kemba ull eða finna eldivið.

 

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.