Forsíða / Árbæjarsafn / Árbæjarsafn - Fræðsla / NeyZluhættir - RÚTUTILBOÐ!
Árbæjarsafn 7. - 10. bekkur 07.03.2017

NeyZluhættir - RÚTUTILBOÐ!

Sýningin NeyZlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar er að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur vinna hópverkefni sem eflir skapandi og gagnrýna hugsun í afslöppuðu umhverfi.

Á sýningunni NeyZlan er hægt að fræðast um neyslumenningu á 20. öld
Neyslusýningin er á Árbæjarsafni

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín

 

Markmið

 • Að hvetja nemendur til umhugsunar um neysluvenjur og áhrifa á umhverfisvernd.
 • Að efla skilning nemenda á neysluhringrásinni í gegnum þær sögulegu upplýsingar sem á sýningunni eru.
 • Að efla gagnrýna hugsun nemenda og hvetja þá til þess að taka ábyrga afstöðu til eigin neyslu og umhverfisverndar.

Tenging við námskrá - hæfniviðmið

Við lok 10.bekkjar getur nemandi:

 • Rætt á gagnrýninn hátt, framleiðslu, flutning og förgun efna. (Náttúrugreinar: heilbrigði umhverfisins)
 • Sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf. (Samfélagsgreinar: reynsluheimur)
 • Séð hvernig sagan hefur mótast af umhverfisþáttum og samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum. (Samfélagsgreinar: reynsluheimur)

Kennsluefni - Kennslugögn

Við komu á safnið er nemendum skipt í hópa fyrir verkefnið. Hópastærð ræðst af fjölda nemenda, en eru að jafnaði 4-5 í hóp. Verkefninu er skipt upp eftir þeim átta tímabilum sem á sýningunni eru. Hver hópur dregur spjald og unnið er út frá því. Nemendur fá verkefnin, blöð til að skrifa á og skriffæri afhent á safninu.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Til þess að stuðla að góðri og vel heppnaðri heimsókn á sýningunna er hægt að vinna að margskonar verkefnum í skólanum til að gera nemendurna meðvitaðri um neysluvenjur og umhverfisvernd.  

Skipulag heimsóknar

 • Safnkennari tekur á móti hópnum á Árbæjarsafni.
 • Kynning og skipting í hópa.
 • Nemendur vinna hópverkefni og kynna niðurstöður sínar hver fyrir öðrum.
 • Samantekt og umræður.
 • Ætlast er til þess að kennarar taki virkan þátt í heimsókninni með því að hvetja nemendur áfram í vinnu sinni, hjálpa þeim og ganga á milli hópa.

Úrvinnsla

Nemendur halda eftir úrlausnum sínum á hópverkefninu. Tilvalið er að vinna áfram með viðfangsefnið.

Mat

Eru nemendur meðvitaðri eftir heimsóknina um umhverfisvernd og sína eigin neyslu? Hafa þau breytt einhverju í sinni eigin neyslu?

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.