Útgáfa

Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölbreyttri útgáfustarfsemi sem ætlað er að endurspegla margþætta starfsemi safnsins. Minjasafn Reykjavíkur hóf útgáfu á skýrlsuröð árið 1989 þar sem birtar eru niðurstöður hinna ýmsu rannsókna sem safnið stóð að og mun Borgarsögusafn halda þessum rannsóknum og útgáfu áfram. Rannsóknir þessar eru einkum á sviði húsasögu og fornleifa. Auk þess gefur safnið út sýningaskrár í tengslum við sýningar, ýmsa bæklinga og bækur sem tengjast viðfangsefni safnsins. 

Hægt er að fá skýrslurnar keyptar á safninu og einnig eru þær skráðar í Gegni og fáanlegar á lestrarsal Þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við Arngrímsgötu. Nýjustu skýrslurnar eru aðgengilegar hér á síðunni í pdf formi. Hægt er að nálgast annað útgefið efni á skrifstofu safnins og í safnbúðum þess.

Þau rit sem gefin voru út fyrir sameiningu safnanna* eru einnig aðgengileg á sama stað.

* Þann 1. júní 2014 voru Minjasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey sameinuð undir heitinu Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.