back

Forsíða / Borgarsögusafn / Fréttir / Fyrirmyndarstofnun ársins 2015

Fyrirmyndarstofnun ársins 2015

19.07.2015 X

Borgarsögusafn Reykjavíkur hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að vera ein af fyrirmyndarstofnunum ársins 2015. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og tók safnstjórinn Guðbrandur Benediktsson við blómvendi og viðurkenningarskjali af því tilefni.

Borgarsögusafn fyrirmyndarstofnun 2015
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri með blómvönd í tilefni af því að Borgarsögusafn hlaut titilinn fyrirmyndarstofnun 2015.

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2015 voru kynntar, fimmtudaginn 7. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í fjórða sinn.

Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum. Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn. Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. 

VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins síðastliðin 19 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 9 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.