back

Forsíða / Borgarsögusafn / Fréttir / Handritaspjall kl.14 alla sunnudaga í apríl.

Handritaspjall kl.14 alla sunnudaga í apríl.

29.03.2016 X

Næstu fjóra sunnudaga munu fræðimenn af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum spjalla um handrit á sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum sem staðsett er í Aðalstræti 16 þar sem Landnámssýningin er einnig til húsa.

Landnámssýning - Handrit

Sýningin Landnámssögur - arfur í orðum segir sögur frá landnámi Íslands. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varðveittar eru í handritum sem eiga rætur að rekja aftur til 12. aldar. Einstakt menningarlegt gildi íslensku handritanna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO.

Fræðimennirnir mæta á sunnudögum kl. 14 og ausa af brunni visku sinnar í um 20 mínútur í senn. Gestum mun gefast kostur á að varpa fram spurningum um efni fyrirlestrarins. Þessi dagskrá fer fram á íslensku.

3. apríl. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskumfræðum ríður á vaðið og fjallar um landnámssögur í Íslendingabók, Landnámu og Kjalnesingasögu.

10. apríl. Gísli Sigurðsson talar um landnám Ingólfs, írsk áhrif í Kjalnesinga sögu og örnefni frá Ljóðhúsum í Suðureyjum.

17. apríl. Guðvarður Már Gunnlaugsson ræðir um hið merkilega fyrirbæri fornbréf, m.a. bréfið sem er á sýningunni.

24. apríl. Guðrún Ása Grímsdóttir spjallar um Landnámabók.

Frítt er inn á handritasýninguna Landnámssögur - arfur í orðum á meðan sýningarspjallinu stendur.

Allir velkomnir!

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.