back

Forsíða / Borgarsögusafn / Fréttir / Ljósmyndahátíð Íslands 14.- 17. janúar 2016

Ljósmyndahátíð Íslands 14.- 17. janúar 2016

26.02.2016 X

Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.

810a4467.jpg
Ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands 2016

Ljósmyndahátíð Íslands (áður Ljósmyndadagar) var sett á laggirnar árið 2012 af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og FÍSL-Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Síðan þá hefur hún verið haldin annað hvert ár – 2014 og nú í þriðja sinn, dagana 14-17. janúar 2016. Hugmyndin að baki hátíðinni er að efla tengsl íslenskrar ljósmyndunar við alþjóðlegan ljósmyndaheim og að kynna ljósmyndina sem listform.

Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.

Tíu sýningar með erlendum og íslenskum listamönnum verða opnaðar í tengslum við hátíðina. Þær verða m.a. settar upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Þjóðminjasafni Íslands, Kex Hostel, Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsi, Njálsgötugallerí og í Listamönnum Skúlagötu.

Ljósmyndarýnin gefur upprennandi listamönnum og ljósmyndurum tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendu fagfólki í greininni og heyra álit þeirra á verkum sínum. Um leið er hún kynning á íslenskri ljósmyndamenningu.

Holly Roussell Perret-Gentil, aðstoðarsýningarstjóri á hinni umfangsmiklu rannsókn á landslagsljósmyndun á 21. öld ásamt William Ewing, Landmark: The Fields of Photography, mun halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu .

Sérstök áhersla hátíðarinnar í ár er lögð á ljósmyndabækur. Á lokakvöldi hátíðarinnar á Kex Hostel mun svo verða haldin bókasýning og umræður um ljósmyndabækur í umsjón Péturs Thomsen og Davids Barreiro.

Agnieszka Sosnowska styrkþegi Minningarsjóðs Magnúsar Ólafssonar
Ljósmyndarýni 2016. Frá afhendingu verðlauna úr sjóði Magnúsar Ólafssonar. Frá vinstri: Lárus Karl Ingason, formaður Ljómyndarafélags Íslands en hann situr í stjórn Minningarsjóðsins Magnús Karl Magnússon, afkomandi Magnúsar ljósmyndara Agnieszka Sosnowska, ljósmyndari og vinningshafi, Ólafur Tryggvi Magnússon afkomandi Magnúsar ljósmyndara (í stjórn Minningarsjóðsins), María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni er í stjórn Minningarsjóðsins, Tryggvi Hafstein afkomandi Magnúsar ljósmyndara.
Self portrait Agnieszka Sosnowska
Sjálfsmynd eftir Agnieszku Sosnowsku verðlaunahafa ljósmyndarýni 2016

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.