back

Forsíða / Borgarsögusafn / Fréttir / Minningarsjóður Magnúsar Ólafssonar veitir verðlaun í ljósmyndarýni

Minningarsjóður Magnúsar Ólafssonar veitir verðlaun í ljósmyndarýni

21.01.2016 X

Hin pólskættaða Agnieszka Sosnowska var hlutskörpust þátttakenda í ljósmyndarýni sem Borgarsögusafn Reykjavíkur stóð fyrir 15.-16. janúar. Í verðlaun var styrkur úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937) að upphæð 400.000 kr.

Agnieszka Sosnowska styrkþegi Minningarsjóðs Magnúsar Ólafssonar

Ljósmyndarýnin var hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands sem lauk um sl. helgi og var þetta í þriðja sinn sem úthlutað var úr minningarsjóði Magnúsar en hann er sá eini sem hefur þann tilgang að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Fjöldi þátttakenda var í ljósmyndarýninni og hlaut Agnieszka flest atkvæði dómnefndar.

Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá í Póllandi og býr og starfar á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu á Héraði. Hún er með B.F.A. í ljósmyndun frá Massachusetts College of Art og M.F.A. frá Boston University.

Verk Agnieszku hafa verið sýnd víða á Íslandi, í Póllandi og Bandaríkjunum. Síðastliðið sumar tók Agnieszka þátt í samsýningunni Verksummerki sem sýnd var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sú sýning var hluti af dagskrá Listahátíðar. Einnig má nefna einkasýningar hennar í Lancaster Museum of Art í Pennsylvaníu og Pleiades Gallery of Art í New York. Agnieszka hefur gert fjölda sjálfsmynda síðastliðin 25 ár en hún hóf að taka sjálfsmyndir á námsárum sínum í Massachusetts College of Art 1997–1999. Agnieszka notar sjálfsmyndir sínar til að öðlast aukinn skilning á sjálfri sér, tilfinningum sínum og væntingum. Myndir hennar eru leikrænar og tjáningarfullar frásagnir og skrásetning á nærumhverfi hennar á Íslandi, Póllandi og Bandaríkjunum.

Á myndinni talið frá vinstri eru:

Lárus Karl Ingason, formaður Ljómyndarafélags Íslands en hann situr í stjórn Minningarsjóðsins
Magnús Karl Magnússon, afkomandi Magnúsar ljósmyndara
Agnieszka Sosnowska, ljósmyndari og vinningshafi
Ólafur Tryggvi Magnússon, afkomandi Magnúsar ljósmyndara en hann er í stjórn Minningarsjóðsins
María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni er í stjórn Minningarsjóðsins
Tryggvi Hafstein, afkomandi Magnúsar ljósmyndara

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.