Forsíða / Borgarsögusafn / Saga safnsins

Saga safnsins

Borgarsögusafn - Um safnið - Saga safnsins
Jón Gnarr opnar Borgarsögusafn 1. júní 2014

Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt sameinað safn í eigu Reykvíkinga sem tók til starfa þann 1. júní 2014 en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. Markmið sameiningarinnar er að efla starfsemi safnsins í þeim tilgangi að þjóna fjölbreyttum hópi gesta enn betur.

Opnun Borgarsögusafns 1. júní 2014

Opnunarathöfn safnsins fór fram á Hátíð hafsins á sjómannadaginn 2014 og hófst á því að Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri og kórarnir Hrynjandi og Bartónar sigldu syngjandi frá gömlu höfninni í Reykjavík að Sjóminjasafninu og var söngnum útvarpað um allt hátíðarsvæðið. Þegar komið var í land gekk hópurinn fylktu liði upp á svið Hátíðar hafsins þar sem sungin voru nokkur lög til viðbótar. Að því loknu tilkynnti borgarstjóri nafn safnsins og opnaði það formlega með því að sprengja freyðivínsflösku á akkeri við mikil fagnaðarlæti.  

Borgarsögusafn - Opnun safnsins 1. júní 2014
Siglt frá gömlu höfninni í Reykjavík að Sjóminjasafninu.

Um nafn safnsins

Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja safnið í byrjun maí 2014 og bárust ótal tillögur. Það var samdóma álit dómnefndar að Borgarsögusafn væri rétta nafnið á safnið. Sigrún Björnsdóttir sendi inn vinningstillöguna og afhenti borgarstjóri henni verðlaun við athöfnina. 

Upplýsingar um sögu sýningarstaða safnsins er að finna á vef safnsins undir hverjum sýningarstað fyrir sig.

Opnun Borgarsögusafns 1.6.2014 / Opening of the Reykjavík City Museum
Jón Gnarr borgarstjóri ásamt kórfólki marsera upp landganginn.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Upplýsingar um verð eru á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.