Landnámssýningin Eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um Landnámssýninguna. Miðuð að aldri og getu nemanda. Viðfangsefni heimsóknar er landnám Íslands en sýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að.

Landnámssýningin
Fullorðinsfræðsla

Mál og menning er samofin heild. Heimsókn á safn getur verið hjálpartæki í tungumálanámi og veitt innsýn inn í íslenskt menningarlíf. Í leiðsögninni kynnast nemendur sérstæðum orðaforða og málsniði.

Markmið

  • Að kynna sögu landnáms Íslands og gera lífi og störfum landnámsmanna góð skil.
  • Að auka við menningartengdan orðaforða og skilning á íslensku samfélagi og menningu.
  • Að efla samfélagslega vitund einstaklingsins og hvetja til þátttöku í íslensku menningarlífi.

Tenging við námskrá

Í námskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir framhaldsfræðslu í íslensku fyrir útlendinga kemur fram mikilvægi þess að tengja saman námið og að kynnast menningarlífi landsins. Mál og menning er þannig samofin heild. Við gerð safnaefnis fyrir nemendur í íslenskukennslu voru námskrár Menntamálaráðuneytisins fyrir bæði grunnnám og framhaldsnám hafðar til hliðsjónar.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Til að stuðla að vel heppnaðri heimsókn á sýninguna getur verið gott að fara yfir nokkur atriði:

  • Staðsetning: Landnámssýningin er staðsett við Aðalstræti, 101 Reykjavík. Strætó nr.1,3,6,11,12,13 og 14 stoppar við Lækjargötu, þar sem er stuttur gangur að safninu.
  • Kynna sér viðfangsefni heimsóknarinnar með því að skoða efni um sýninguna á heimasíðu safnsins.
  • Skoða orðaforða sem fylgir hér með sem ítarefni.
  • Gott getur verið að taka með sér myndavél ef fyrirhugað er að vinna úr heimsókninni að henni lokinni.

Skipulag heimsóknar

Hópurinn hittist við inngang sýningarinnar við Aðalstræti. Efni og tilurð heimsóknarinnar er útskýrð stuttlega áður en leiðsögnin hefst.

Leiðsagnir og málfar er miðað að aldri, getu og skilning hópsins hverju sinni. Nemendur eru jafnframt hvattir til að koma með spurningar og athugasemdir á meðan heimsókn stendur.

Gengið saman um sýninguna, í kringum skálarústina, þar sem er stoppað öðru hvoru og farið yfir söguna, landnám Íslands og störf og líf landnámsmanna. Heimsókninni er lokið þegar hópurinn er komin aftur við inngang sýningarinnar.

Úrvinnsla

Gagnlegt er að vinna úr heimsókninni fljótlega að henni lokinni, til dæmis næst þegar hópurinn hittist. Þetta eykur líkurnar á því að uppfylla markmið safnheimsóknarinnar og efla íslenskunám nemenda.

  • Upprifjun. Nemendur tala saman um það sem vakti athygli þeirra, hvað var áhugavert, hvað vissu þau ekki fyrir heimsóknina t.d.  Upprifjun getur verið á íslensku, móðurmáli nemenda eða öðru tungumáli.

Upplýsingar

Upplýsingar

Landnámssýningin

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

09:00 - 18:00

Leiðsögn á ensku

júní - ágúst kl. 11:00 alla virka daga

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á landnam@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 09:00-18:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.