Landnámssýningin 4. - 6. bekkur 07.03.2017

Lífið á landnámsöld

Hvað vitum við um daglegt líf og störf fólks á landnámsöld? Landnám Reykjavíkur og Íslands skoðað út frá fornleifum sem hafa fundist. Gengið saman um Landnámssýninguna og fjölbreyttar efnislegar minjar skoðaðar og ræddar í kjölinn.

Skólahópur á Landnámssýningunni: Margmiðlunarborð

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

 

Markmið

 • Kynna fyrir nemendum lífið á landnámsöld, með sérstakri áherslu á daglegt líf.
 • Sýna hvað hægt sé að lesa úr efnislegum minjum sem finnast ofan í jörðinni.

Tenging við námskrá

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

 • Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
 • Skýrt tengsl samfélags, náttúru, trúar og lífsviðhorfa fyrr og nú. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
 • Velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulagi og þjóðfélagshreyfingum. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
 • Dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)

Undirbúningur fyrir heimsókn

Ítarefni er í boði fyrir kennara að nýta í kennslustund fyrir heimsóknina. Sagan um Freydísi, unga stelpu frá landnámsöld, er skemmtileg og fræðandi saga um þennan tíma. Reynslan sýnir að sagan gefur nemendum mjög góðan grunn og undirbýr þá mjög vel fyrir heimsóknina.

Skipulag heimsóknar

 • Safnkennari tekur á móti hópnum í afgreiðslurými Landnámssýningarinnar í Aðalstræti 14.
 • Nemendum er boðið að hengja af sér útiföt
 • Hópurinn gengur saman um sýninguna þar sem skálinn sjálfur er skoðaður og útskýrður, ásamt ýmsum gripum sem hafa fundist í og við skálarústina.
 • Margmiðlunarefni sýningarinnar er skoðað í sameiningu
 • Að lokum fá nemendur nokkrar mínútur til að ganga um sýninguna og skoða á eigin spýtur.
 • Nemendur eru hvattir til að spyrja safnkennara hvenær sem er á meðan heimsókn stendur.

Úrvinnsla

Heimsókn á Landnámssýninguna er tilvalin í tengslum við nám um landnámið. Hægt er að nýta upplifun nemenda við úrvinnslu með ýmsum hætti.

Upplýsingar

Upplýsingar

Landnámssýningin

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

09:00 - 18:00

Leiðsögn á ensku

júní - ágúst kl. 11:00 alla virka daga

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á landnam@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 09:00-18:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.