Landnámssýningin 4.–6. bekkur 07.03.2017

Siglum til Íslands

Á landnámsöld fluttist norrænt fólk til Íslands og settist hér að. Flutningurinn yfir hafið var hvorki auðveldur né áhættulaus. Í heimsókninni verður fjallað um undirbúning og framkvæmd Íslandsfararinnar.

Landnámssýningin

Fjöldi: Einn bekkur.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 mín.

 

Markmið heimsóknar

  • Gefa börnunum færi á að velta fyrir sér upphafi byggðar hér á landi. Hvaða fólk flutti hingað? Hvað gerði það og  hvernig voru húsin þeirra?
  • Upplifa sérstakt umhverfi sýningarinnar

Tenging við námskrá

  • Leikskóli á að vera félags- og menningarlegur vettvangur þar sem þjóðararfur og gildi íslensks samfélags skipa veglegan sess. (Leiðarljós)
  • Börnin velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu (Læsi og samskipti).

Undirbúningur fyrir heimsókn

Góður undirbúningur getur falist í því að velta vöngum yfir því hvað er safn? Hvað eru fornleifar og afhverju þær eru á safni. Eins getur verið gagnlegt að ræða við börnin um hverjir það voru sem komu hingað fyrstir af öllum!

Skipulag heimsóknar

  • Tekið er á móti hópnum á Landnámssýningunni og börnunum boðið að hengja af sér útifötin.
  • Börnin ganga um sýninguna í fylgd safnkennara sem leiðir hópinn; þau skoða meðal annars skálarúst, valda gripi og margmiðlun sýningarinnar.
  • Í lok heimsóknar kveður safnkennari hópinn og börnin sækja útifötin.
  • Það er því miður ekki nestisaðstaða á Landnámssýningunni

Úrvinnsla

Tilvalið að vinna með það sem börnunum fannst sjálfum markverðast í heimsókninni. Ýmsar uppgötvanir sem börnin gera á sýningunni geta verið ákaflega skemmtilegur efniviður til frekari umræðna eða skapandi vinnu.

Nemandi leikskóla teiknar eftir heimsókn á Landnámssýninguna

Upplýsingar

Upplýsingar

Landnámssýningin

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

09:00 - 18:00

Leiðsögn á ensku

júní - ágúst kl. 11:00 alla virka daga

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á landnam@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 09:00-18:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.