Landnámssýningin Elsti árgangur 07.03.2017

Þúsund ára gamalt!

Þekkir þú einhvern sem er þúsund ára gamall? Stutt heimsókn þar sem við veltum vöngum og spjöllum saman um landnemana – fyrsta fólkið á Íslandi. Tilvalið sem fyrsta heimsókn á safn.

Landnámssýningin

Fjöldi: Einn bekkur.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 mín.

 

Markmið heimsóknar

  • Gefa börnunum færi á að velta fyrir sér upphafi byggðar hér á landi. Hvaða fólk flutti hingað? Hvað gerði það og  hvernig voru húsin þeirra?
  • Upplifa sérstakt umhverfi sýningarinnar

Tenging við námskrá

  • Leikskóli á að vera félags- og menningarlegur vettvangur þar sem þjóðararfur og gildi íslensks samfélags skipa veglegan sess. (Leiðarljós)
  • Börnin velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu (Læsi og samskipti).

Undirbúningur fyrir heimsókn

Góður undirbúningur getur falist í því að velta vöngum yfir því hvað er safn? Hvað eru fornleifar og afhverju þær eru á safni. Eins getur verið gagnlegt að ræða við börnin um hverjir það voru sem komu hingað fyrstir af öllum!

Skipulag heimsóknar

  • Tekið er á móti hópnum á Landnámssýningunni og börnunum boðið að hengja af sér útifötin.
  • Börnin ganga um sýninguna í fylgd safnkennara sem leiðir hópinn; þau skoða meðal annars skálarúst, valda gripi og margmiðlun sýningarinnar.
  • Í lok heimsóknar kveður safnkennari hópinn og börnin sækja útifötin.
  • Það er því miður ekki nestisaðstaða á Landnámssýningunni

Úrvinnsla

Tilvalið að vinna með það sem börnunum fannst sjálfum markverðast í heimsókninni. Ýmsar uppgötvanir sem börnin gera á sýningunni geta verið ákaflega skemmtilegur efniviður til frekari umræðna eða skapandi vinnu.

Nemandi leikskóla teiknar eftir heimsókn á Landnámssýninguna

Upplýsingar

Upplýsingar

Landnámssýningin

Aðalstræti 16

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6370

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

09:00 - 18:00

Leiðsögn á ensku

júní - ágúst kl. 11:00 alla virka daga

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á landnam@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 09:00-18:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista landnámssýningar

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.