Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
©Páll Stefánsson
Ljósmyndasafn Elsti árgangur

Hvað er sýning?

Hvernig ætli sýning sé búin til á ljósmyndasafni? Er ljósmyndasýning ólík öðrum sýningum t.d. leiksýningum? Æfum myndlestur og spjöllum um það sem fyrir augu ber. Upplagt sem fyrsta heimsókn á safn.

Nánar
Grunnskóli
©Páll Stefánsson
Ljósmyndasafn 1.-10. bekkur

Hvernig lesum við myndir?

Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín? Hvaða tilfinningar kallar hún fram? Hefur myndin heimildargildi? Gefur hún okkur vísbendingar um raunveruleikann?

Nánar
® Roman Gerasymenko
Ljósmyndasafn frístundastarf

Orð og mynd

Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir og tengja orð eða hugtök við þær. Við rýnum í viðfangsefni myndanna og sjáum hvert myndlesturinn leiðir okkur. Einnig er hægt að aðlaga fræðsluna fyrir ungt fólk og fullorðna.

Nánar
Framhaldsskóli
©Páll Stefánsson
Ljósmyndasafn

...núna

…núna er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Á sýningunni er teflt saman landslagsmyndum frá Íslandi og ljósmyndum af flóttamönnum um víða veröld. Nemendur fá innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á. Kynnumst starfsemi safnsins og varðveislu ljósmynda með því að grúska í „kontakt“ möppum, bóka- og tímaritakosti safnsins.

Nánar
Háskóli
©Páll Stefánsson
Ljósmyndasafn

...núna

…núna er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Á sýningunni er teflt saman landslagsmyndum frá Íslandi og ljósmyndum af flóttamönnum um víða veröld. Nemendur fá innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á. Kynnumst starfsemi safnsins og varðveislu ljósmynda með því að grúska í „kontakt“ möppum, bóka- og tímaritakosti safnsins.

Nánar

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu (20. og 21. maí)/p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.