29.01.2018

Eldri nemendur

Framhaldsskóla- og háskólanemum er ýmist boðin kynning á starfsemi safnsins eða leiðsögn með safnkennara um yfirstandandi sýningar.

 ©Ljósmyndasafn Reykjavíkur    ©Silja Magg

Fjölbreyttar sýningar Ljósmyndasafnsins endurspegla starfsemi þess þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Nemendur fá innsýn í þær hugmyndir sem sýningin byggir á. 
Nemendahópum stendur til boða að fá að kynnast starfsemi safnsins og varðveislu ljósmynda með því að grúska í „kontakt“ möppum, bóka- og tímaritakosti safnsins.

Hafi kennarar séróskir varðandi heimsóknir á safnið hvetjum við þá til að hafa samband við fræðsluteymi Borgarsögusafns. Aðgangur er ókeypis fyrir hópa á öllum skólastigum sem bóka heimsóknir í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is

 

Sýningar framundan:

 

12. maí – 16. sept. 2018

Olaf Otto Becker: Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999–2017 
hentar öllum aldri

Ægifagrar landslagsljósmyndir Olafs Ottos Becker fjalla um umskipti í náttúrunni sem orsakast af loftslagsbreytingum og öðrum áhrifum af mannavöldum.

22. sept. 2018 – 13. jan. 2019

Herdís og Guðbjartur: Myndir úr safneign og fjölskyldutengsl

hentar öllum aldri
Hjónin Guðbjartur Ásgeirsson og Herdís Guðmundsdóttir störfuðu bæði sem ljósmyndarar og safnið varðveitir fjölda mynda eftir þau. Afkomendur þeirra hafa einnig lagt fyrir sig ljósmyndun t.d., Magnús Hjörleifsson og börn hans Ari og Silja Magg og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. Sýningin samanstendur af ljósmyndum þeirra.

 

19. jan. – 12. maí 2019

Páll Stefánsson: Einkasýning

hentar öllum aldri
Myndir í tengslum við nýjar ljósmyndabækur með verkum Páls, annars vegar bókin Einhvers staðar á Íslandi og hinsvegar ljósmyndir af flóttamönnum víða um veröld.

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu (20. og 21. maí)/p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.