Framhaldsskóli 01.02.2017

#undurhversdagsins

Instagram-verkefnið #undurhversdagsins hefst á heimsókn á ‪#ljosmyndasafnreykjavikur. Nemendur fá fræðslu um starfsemina og sjá sýningu Jóhönnu Ólafsdóttur „Ljósmyndir“. ‬

Um er að ræða næma mannlífsljósmyndun sem samanstendur af myndasyrpum af hversdagslegum viðburðum m.a. úr miðbæ Reykjavíkur. Markmiðið í slíkri ljósmyndun er að fanga fegurð og fjölbreytni sem felst í hinu hversdagslega, bæði götuljósmyndun sem og innanhúss. 

Í framhaldinu munu nemendur nú - undir áhrifum frá heimsókninni - leggja drög að sinni eigin myndaseríu í anda fyrrnefndrar tegundar ljósmyndunar. Hvaða áhugaverðu sögur er hægt að búa til með því einu að horfa og velta fyrir sér hversdagslegum aðstæðum? Hvaða aðstæður er áhugavert að ljósmynda? Þessar spurningar koma upp um leið og farið er í sjónrænar tilraunir með mismunandi þætti ljósmyndunar eins og ljós, fjarvídd, svart/hvítt eða lit. 

Með þessu verkefni fá nemendur innsýn í hvaða áhrif ljósmyndir þeirra geta haft og hvað er hægt að „segja“ í gegnum ljósmyndun.
Útkoman á verkefninu mun svo birtast á Instagram Ljósmyndasafnsins en nemendur munu senda kennara sínum afraksturinn sem svo kemur efninu á Ljósmyndasafnið. 

Ef nemendur eru með eigin Instagram reikning þá er um að gera að gefa upp nafn hans til að hægt sé að merkja í færslu safnsins.

Afraksturinn verður svo sýnilegur á slóðinni: https://www.instagram.com/explore/tags/undurhversdagsins/

20161118_135057.jpg

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

á uppstigningardag og sunnud.-mánud. í hvítasunnu og einnig 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.