20.09.2017

Fortíð og ljósmyndir í fókus

Nemendur fá að kynnast starfsemi safnsins, varðveislu og gildi ljósmynda. Safnkostur Ljósmyndasafnsins telur um 6 milljónir mynda frá 1860 til 2014. Heimsókninni fylgir samanburðarverkefni sem nemendur geta unnið að heimsókn lokinni í miðbæ Reykjavíkur og kannað hvað hefur breyst í áranna rás.

Ljósmyndasafn - Magnús Ólafsson

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum.
  • Hópurinn skoðar myndamöppur og fær kynningu á myndasafni Ljósmyndasafnsins.
  • Hópurinn skoðar sýningar safnsins.
  • Í lok heimsóknar fá nemendur samanburðarverkefni sem þau geta unnið á sína eigin síma. Verkefnið felst í að velja 2-3 götumyndir úr flickr-galleríi safnsins, fara á staðinn sem myndin var tekin á og taka sjálf mynd af staðnum eins og hann er í dag.

 

 

Markmið heimsóknar

  • Að kynna fyrir nemendum starfsemi Ljósmyndasafnsins og sýningar á vegum þess.
  • Að gera nemendum grein fyrir varðveislu- og heimildargildi ljósmynda. 
  • Að leggja áherslu á myndlæsi með tilvísun í eigin reynslu og nærumhverfi. 

Tenging við námskrá

Við lok 10.bekkjar á nemandi að geta:

  • geta gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • geta túlkað listaverk og hönnun með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði. (List- og verkgreinar: Sjónlistir)

Undirbúningur heimsóknar

Hvaða þýðingu hafði ljósmyndin fyrir hundrað árum? Í heimsókninni er einnig velt upp spurningum um varðveislu- og heimildargildi ljósmynda. Hvaða vægi hafa ljósmyndir samtímans, þegar litið er til fortíðar?

Skipulag heimsóknar

Safnkennari tekur á móti hópnum á 6.hæð í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu (20. og 21. maí)/p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.