29.01.2018

Hvernig lesum við myndir?

Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín? Hvaða tilfinningar kallar hún fram? Hefur myndin heimildargildi? Gefur hún okkur vísbendingar um raunveruleikann?

©Páll Stefánsson
©Páll Stefánsson

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 mín.

Sýningar safnsins

 

19. jan. – 12. maí 2019

Páll Stefánsson: ...núna

hentar öllum aldri
…núna er yfirskrift sýningar með myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara í aðalsal Ljósmyndasafnsins. Á sýningunni er teflt saman landslagsmyndum frá Íslandi og ljósmyndum af flóttamönnum um víða veröld.  Hvaða sögu má lesa úr ljósmyndum sýningarinnar? Við rýnum í hvaða tilfinningar myndirnar kveikja og hvað þær segja okkur um heiminn eins og hann er núna. Heimsókn á sýninguna gefur innsýn í þær aðferðir sem ljósmyndarinn beitir til að fanga rétta augnablikið.

 

23. nóv. 2018 - 4. feb 2019

Ng Hui Hsien: Byrði hismisins

Sýning Ng Hui Hsien er tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun á Íslandi. Sýning er í skotinu.

 

Sýningar framundan:

8. feb. - 8. apr 2019

Catherine Canac-Marquis: Grunnlitir

Grunnlitir nefnist sýning ljósmyndarans Catherine Canac-Marquis. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Catherine og efni frá Þjóðskjalasafni Íslands. Sýning verður í skotinu.

 

11. apr - 10. jún 2019

Sonja M. Ólafsdóttir 

Sýning verður í skotinu.

 

18. maí - 8. sept 2019

Kristjón Haraldsson: Studio 28

Í aðalsal Ljósmyndasafnsins.

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu (20. og 21. maí)/p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.