29.01.2018

Hvernig lesum við myndir?

Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín? Hvaða tilfinningar kallar hún fram? Hefur myndin heimildargildi? Gefur hún okkur vísbendingar um raunveruleikann?

Íslensk Kjötsúpa
@Kristjón Haraldsson

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 - 60 mín.

Sýningar safnsins

 

18. maí - 8. september 2019

Kristjón Haraldsson:  Íslensk kjötsúpa

hentar öllum aldri

Á sýningunni Íslensk kjötsúpa eru ljósmyndir sem teknar voru fyrir auglýsingar á áttunda áratugnum auk persónulegri mynda af daglegu lífi í Reykjavík. Allar myndirnar voru teknar af Kristjóni Haraldssyni (1945–2011) sem var vel þekktur fyrir tískuljósmyndir sínar, myndir á plötuumslögum og auglýsingaljósmyndir.

 

11. apríl - 10. júní 2019

Sonja M. Ólafsdóttir: Rætur

Sjálfsmynd okkar er byggð á þeim rótum sem við skjótum í upphafi lífsferils okkar. Rætur veita plöntum festu í jarðveginum, sjá þeim fyrir næringu og tryggja að jurtin fjúki ekki burt. Við eldumst og þroskumst í takt við tímann og árstíðir sem koma og fara. Landslag og staðir hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og eru þannig partur af sjálfinu.

 

14. september 2019 - 13. janúar 2020

Encounters: Nordic Photography Beyond Borders

Sýningin er útkoma samvinnu fimm sýningarstjóra og jafnmargra ljósmyndara/listamanna frá Norðurlöndunum. Hún snertir á málum sem eru ofarlega á baugi í samfélagslegri umræðu í dag; fólksflutningar, menningartengsl og staðbundnar/hnattrænar breytingar.

 

Janúar til maí 2020

Valdimar Thorlacius

Valdimar sýnir myndir af íslenskum veruleika eins og hann blasir við honum í þorpum landsins . Sýningin er framlag safnsins til Ljósmyndahátíðar Íslands.

 

Blaðaljósmyndarafélag Íslands: Myndir ársins 

9. maí - 1. júní 2020

Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands með fjölda mynda frá liðnu ári sem valdar eru af óháðri dómnefnd úr innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í 7 flokka sem eru fréttamyndir, daglegt líf myndir, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir.

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu./p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.