Forsíða / Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ljósmyndasafnið - Fræðsla / Hvað er birtingarmynd? Þessi eyja jörðin
29.01.2018

Hvað er birtingarmynd? Þessi eyja jörðin

Náttúran hefur frá upphafi verið áberandi í íslenskri ljósmyndun. Á þessari sýningu má sjá hvernig hún birtist í verkum fimm samtímaljósmyndara. Þau búa öll á Íslandi og heita Stuart Richardson, Kristín Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Pétur Thomsen og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Nálgun þeirra við viðfangsefnið er afar ólík og hvert þeirra fer sína persónulegu leið til að gefa okkur birtingarmynd af ákveðnum veruleika hvort sem hann er búinn til eða raunverulegur.

© Kristín Sigurðardóttir

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 mín.

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum
  • Hópurinn skoðar sýninguna.
  • Ræðum saman um það sem fyrir augu ber, hvernig við lesum myndir (myndlæsi). Veltum fyrir okkur spurningunni: hvað er birtingarmynd? Hvernig býr ljósmynd til veruleika sem getur verið tilbúinn og/eða raunverulegur? Ljósmyndir og myndbandsverk eru skoðuð með þetta í huga. Einnig er rætt um nafn sýningarinnar og þann ramma sem sýningastjórinn lagði upp með.

 

Markmið heimsóknar

Innsýn inn í samtímaljósmyndun fimm ólíkra listamanna. Myndlæsi og skynjun með áherslu á hugtakið birtingarmynd (fyrir þann aldur sem við það ræður).   
 

Tenging við námskrá

  • Myndlæsi og skapandi hugsun á öllum skólastigum. Hugtakið birtingarmynd er hægt að tengja við skapandi skrif. 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Lokað:

Lokað á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu (20. og 21. maí)/p>

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.