SKOTIÐ
23.03.2017 - 15:00 til 30.05.2017 - 18:00

Aðstæður

Auður Ómarsdóttir tekur ljósmyndir sínar af eðlislægum áhuga á mannlegu atferli. Hún lýsir eigin verkum sem persónulegum en einnig hlutlægum athugunum á aðstæðum. Í stöðugri skimun sér hún heiminn fyrir sér sem uppfullan af vísbendingum um uppákomur sem þegar hafa átt sér stað eða eiga eftir að gerast.

Ljosmyndasafn_Audur_Omarsdottir.jpg
Aðstæður

Vísbendingarnar virka sem samhengislaus brot af
ósýnilegri heild, eins og stilla úr kvikmynd eða setning úr handriti.
Í sýningunni AÐSTÆÐUR tengir listamaðurinn saman sjálfsævisöguleg verk
sín við ljósmyndir sem hún safnar úr fundnum filmum. Filmurnar finnast
áteknar og óframkallaðar í notuðum myndavélum; gefnar, gleymdar eða
týndar af fyrri eigendum. Með samruna mynda úr fundnu filmunum við hennar
eigin víkkar frásögnin og virkar sem tenging milli hins nána og þess hlutlæga.
Ljósmyndirnar eru nafnlausar og mynda því óskilgreinda samsetningu sem
afhjúpar mannsævina sem samfellda sviðsmynd óútskýranlegra atvika.
Í skilningi Auðar endurspegla verkin jafnt líf annarra og hennar eigið – sem
hún upplifir reglulega sem líf einhvers annars.

Auður Ómarsdóttir (f.1988)
www.auduro.club
auduro@gmail.com

MENNTUN
2015 Listaháskóli Íslands, Sviðshöfundabraut
2010-2013 Listaháskóli Íslands B.A. myndlist
2009-2010 Myndlistaskóli Reykjavíkur, fornám
EINKASÝNINGAR
2017 AÐSTÆÐUR, Skotið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur
2017 Nokkur abstrakt rómantísk verk, Myndlistarfélagið á Akureyri
2016 FROM THE FRONT TO THE BEGINNING, Gallery Port, Reykjavík
2015 FJALL, Ekkisens, Reykjavík
2014 Enter.Space, Gallerí Vind og Veður, Reykjavík
2012 Mikilvægi vinkilsins, Kaffistofan, Reykjavík
VALDAR SAMSÝNINGAR
2016 Ofar mannlegum hvötum, Mengi, Reykjavík
2015 Dauðaherbergið, LUNGA, Seyðisfjörður
2015 Vídjódagskrá Kunstschlager, Listasafn Reykjavíkur
2015 Dauðaherbergið, Sequences Art Festival VII off venue, Algera studio, Reykjavík
2015 BATI, Migrating Art Academies laboratory, Frakkarstígur 14, Reykjavík
2015 MARA, SÍM salurinn, Reykjavík
2015 Framköllun, þátttakandi í sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur í Hafnarborg, Hafnarfjörður
2014 Hrekkjavaka listamanna, Algera Studio, Reykjavík
2014 Listamaður vikunnar, Kunstschlager, Reykjavík
2014 Túban, Stofan, Reykjavík
2013 Dans hinna dauðu, La Calaca festival, San Miguel de Allende, Mexico
2013 Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur
2012 Rætur, Ketilhúsið, Akureyri
2011 Homies where my heart is, Laufásveg 14, Reykjavík
2011 Opnunarsýning Artíma gallerí, Reykjavík
2010 Gyðjubandalag Íslands, Crymo gallerí, Reykjavík
2010 List er snilld, Laufásvegur 14, Reykjavík
KVIKMYNDAGERÐ
2016 Leikstjórn, FEMME CASTRATRICE, samstarf með Snæfríði Ingvarsdóttur
2016 Leikstjórn, DÓTTIR#1, fyrir DOTTIR management
2016 Leikstjórn, SS16, tískumyndband fyrir ANITA HIRLEKAR
2015 Algera Studio, listræn samstörf í ýmsum tónlistarmyndböndum og vídjó verkum
2013- Sjálfstætt starfandi, listræn stjórnun, leikmyndahönnun og leikmunagerð og framleiðsla fyrir ýmis
verkefni í auglýsingum og kvikmyndum
SAMSTÖRF OG REYNSLA
2016 Egill Sæbjörnsson, starfsnám, Berlín
2015 Meðlimur Algera Studio, Reykjavík
2015 Plato’s Parable of Light 3D, þátttaka í gjörningi Kolbeins Huga Höskuldssonar, Sequences Art Festival,
Reykjavík
2015 Aðstoðamaður Heklu Daggar Jónsdóttur, Framköllun, Hafnarborg, Hafnarfjörður
2014 SPASMS, The Five Live Lo-Fi, þátttaka í gjörningi Kolbeins Huga Höskuldssonar, Kling & Bang,
Reykjavík
2012 Sýningarstjórn, group exhibition Roots, Ketilhúsið, Akureyri
2011 Aðstoðarmaður Spencer Tunick, New York
2011 Leikhús listamanna, þátttaka í gjörningum, Þjóðleikhúskjallarinn, Reykjavík
2011 Sequences Art Festival, aðstoðarmaður Hannesar Lárussonar (IS), Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur (IS) og
Christian Falsnaes (DK)
ÚTGÁFUR
2017 SITUATIONS, zine, sjálfútgefið
2016 PAIRS PROJECT, myndasería og forsíða í ljósmyndatímariti
2016 FJARSAMBAND /// CONTRACTIONS, bókverk með ljóðum og teikningum, sjálfútgefið

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

Mánudaga - fimmtudaga:

10:00 – 18:00

Föstudaga:

11:00 – 18:00

Helgar:

13:00 – 17:00

Páskar

Lokað 13.-17. apríl 2017

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

900 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.