Forsíða / Árbæjarsafn / Árbæjarsafn - Fræðsla / Að þreyja þorrann (frá 19. jan. til 19. feb.)
22.08.2017

Að þreyja þorrann (frá 19. jan. til 19. feb.)

Við ræðum hvernig var að upplifa vetrarkulda og myrkur fyrir tíma rafmagns og nútímaþæginda. Þorrinn þótti erfiðasti vetrarmánuðurinn og fólk þurfti að passa upp á að láta matinn endast fram á vor. Við ræðum um þorramat, einkenni hans og veltum fyrir okkur af hverju fólk ákvað að þurrka, reykja, súrsa, kæsa eða salta matinn. Í lok heimsóknarinnar lesum við þjóðsögu.

Dagsetning: 
19.01.2018 - 09:00 til 19.02.2018 - 09:00
Heimsókn á Árbæjarsafn að vetri til er frábær upplifun

 

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

Fyrirkomulag heimsóknar

  • Hópurinn gengur með safnkennara að gamla sveitabænum á Árbæjarsafni, Árbæ.
  • Nemendur fá vasaljós og við rannsökum elsta hluta bæjarins óupplýstan. Skoðum muninn á lýsislampa og ljósum eins og við þekkjum í dag.
  • Við ræðum um hvernig matur var geymdur fyrir tíma rafmagns og ísskápa. Grunnskólanemar skoða og lykta af súrsuðum, kæstum, reyktum, söltuðum og þurrkuðum mat.
  • Við endum heimsóknina með þjóðsögu uppi á baðstofulofti.

 

Heimsóknin nýtist sem stuðningur við kennslu í samfélagsfræði og tengist umhverfi, samfélagi, sögu, menningu og hæfni nemanda til að skilja veruleikann. Nemendur fá innsýn í samfélagið eins og það var áður fyrr og hvernig aðstæður höfðu mótandi áhrif á matarmenningu á Íslandi.

 

Mælt er með því að nemendur komi vel klæddir þar sem dálítill gangur er niður að Árbæ og getur verið kalt innan dyra.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.