Forsíða / Node / Tillögur fyrir grunnskóla
25.08.2017

Tillögur fyrir grunnskóla

Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum og það er von okkar að heimsóknir í Viðey nýtist sem stuðningur við starf skólanna.

Viðey: Tillögur fyrir grunnskóla

Í upphafi heimsóknar  er hægt að bóka kynningu á því sem eyjan hefur upp á að bjóða. Viðey er tilvalinn staður til útikennslu í samfélagsfræði þar sem hún er samofin sögu Reykjavíkur, þéttbýlismyndun á Íslandi og atvinnusögu borgarinnar. 

Viðey er kjörinn staður til að fræðast um sérstöðu íslenskrar náttúru. Þar er mikið fuglalíf og verpa t.d. um 30 tegundir fugla í eynni. Viðey má nýta sem vettvang reynslunáms til að kynnast fjölbreyttu lífi í fjörum, sjávarföllum o.fl. 

Listaverkin í Viðey, Friðarsúla Yoko Ono og Áfangar eftir Richard Serra voru sérstaklega unnin útfrá staðsetningu sinni í eyjunni. Þau ýta undir að staldra við og horfa gaumgæfilega á umhverfið í kring. Heimsókn í eyjuna má auðveldlega nýta sem sem innblástur til sköpunar.

Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að hvassara getur verið í eynni en á landi. Best er að gera ráð fyrir að dvelja nokkrar klukkustundir í eynni.

Við mælum með því að kennarar ráðfæri sig með góðum fyrirvara við fræðsluteymi Borgarsögusafns til að útfæra heimsóknir í Viðey að vori eða hausti.

Nánari upplýsingar og ítarefni um Viðey má finna á http://www.borgarsogusafn.is/is/videy undir Viðey.

Viðeyjarferjan siglir út í eyju alla virka daga frá maí og út september. Athugið að ekkert gjald er tekið fyrir 6 ára og yngri. Bóka þarf ferjuferð í gegnum Eldingu: gulli@elding.is 

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita