Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Sjóminjasafnið - Fræðsla

Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

 Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
Gaman er að koma út í Varðskip og skoða
Sjóminjasafn Elsti árgangur 07.03.2017

Alvöru varðskip!

Óðinn var björgunar- og varðskip Landhelgisgæslunnar, í notkun frá 1960–2006. Nú er það safngripur. Við förum í könnunarleiðangur um króka og kima varðskipsins til að fá innsýn í starfsemi þess og sögu.

Nánar
Grunnskóli
Hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni
Sjóminjasafn 5. - 7. bekkur 30.08.2016

Þorskastríðssögur - RÚTUTILBOÐ!

Hvers konar samskipti eiga sér stað um borð í varðskipi? Hvað er Þorskastríð? Æsispennandi hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni þar sem nemendur og kennarar bregða sér í hlutverk skipsáhafnar í spuna og leik. Safnkennari leiðir leikinn sem byggir á raunverulegum atburðum.

Nánar
Sjominjasafn_stelpa.jpg
Sjóminjasafn 8. - 10. bekkur 29.08.2016

Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur

Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta og fjallað um sjósókn Íslendinga í gegnum aldirnar, bæði kvenna og karla. Við pælum í staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku og skoðum hvernig hetjulegar sjókonur breyttust í ókvenlegar „gribbur“ í sögulegu samhengi á meðan sjómenn hafa lengi setið einir að nafngiftinni hetjur hafsins.

Nánar
Nemendur skoða sýninguna Frá örbirgð til allsnægta
Sjóminjasafn 2. - 3. bekkur 29.08.2016

Komdu og skoðaðu hafið...á safni!

Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu hafið. Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta. Nemendur kynnast aðbúnaði sjómanna og sjókvenna hér áður fyrr, auðlindum hafsins og nýtingu þeirra.

Nánar
Framhaldsskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um sýningar safnsins og varðskipið Óðinn. Miðuð að aldri og getu nemenda. Viðfangsefni heimsóknar er þróun í sögu fiskveiða á Íslandi og mikilvægi þeirra í sögu landsins. Gengið er síðan saman út í varðskipið Óðinn þar sem sögu þorskastríðanna er gerð skil ásamt sögu skipsins.

Nánar
Sjókonur
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum.

Nánar
Háskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Menning og mál

Leiðsögn fyrir erlenda nema í íslenskunámi, Íslenska fyrir útlendinga, um sýningar safnsins og varðskipið Óðinn. Miðuð að aldri og getu nemenda. Viðfangsefni heimsóknar er þróun í sögu fiskveiða á Íslandi og mikilvægi þeirra í sögu landsins. Gengið er síðan saman út í varðskipið Óðinn þar sem sögu þorskastríðanna er gerð skil ásamt sögu skipsins.

Nánar
Sjókonur
Sjóminjasafn eldri nemendur 07.03.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum.

Nánar

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

10:00-17:00.

Leiðsögn í Óðni

Kl. 13:00, 14:00 og 15:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 10:00-17:00

nema föstud. langa og páskadag er opið 12:00-17:00.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.400 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 900 kr., leiðsögn í Óðni 900 kr. Sameiginlegur miði 1.700 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.