25.08.2017

Átök um þorskinn: hlutverkaleikur

Skapandi hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni þar sem nemendur og kennarar bregða sér í hlutverk áhafnar á varðskipi. Handrit byggir á raunverulegum atburðum úr þorskastríðunum. Rútur í boði fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

® Roman Gerasymenko
® Roman Gerasymenko

Fjöldi: 20 - 25

Bókaðu heimsókn

Tími: 60 - 90 mín.

Áhersla er lögð á samvinnu og hverju hlutverki fylgir búningur og starfslýsing. Safnkennari leiðir leikinn og ítarefni fylgir. Rútutilboð gildir fyrir grunnskóla Reykjavíkur.
 

 

Markmið

Tilgangur og markmið heimsóknar er að kynna sögu varðskipsins Óðins og þorskastríðanna í gegnum leik og sköpun.

 

Tenging við námskrá

„tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.“ (List- og verkgreinar - Menningarlæsi)

„skapað skýra leikpersónu og viðhaldið henni í stuttum leikþætti með viðeigandi radd- og líkamsbeitingu.“ (List- og verkgreinar – Leiklist)

„gert sér grein fyrir nýtingu og verndun auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar.“ (Samfélagsgreinar – Reynsluheimur)

„velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsbreytingum og þjóðfélagsbreytingum.“ (Samfélagsgreinar – Reynsluheimur)

 

Kennsluefni / Kennslugögn

Kennslugögn á safninu:  Landhelgisgæslubúningar. Talstöðvar. Merkispjöld með verkefnislýsingu.

 

Undirbúningur fyrir heimsókn

Létt yfirferð með hópnum yfir sögu þorskastríðanna sem og starfslýsingar áhafnarinnar. Jafnframt að hópurinn sé meðvitaður um að í heimsókninni munu hver og einn taka að sér hlutverk – meira segja kennarar.

 

Skipulag heimsóknar

Stutt kynning á innviðum skipsins, hópavinna í formi hlutverkaleiks þar sem allir taka að sér hlutverk sem áhafnarmeðlimur varðskipsins Óðins og síðan er samantekt, umræður og nestistími.

Mikilvægt er að kennarar hafi í huga að þeir hafi tvíþætt hlutverk, bæði í augum nemanda sem eftirlitsmenn landhelgisgæslunnar og líka eiginlegir eftirlitsmenn að hafa auga með hópnum, að allir taki virkann þátt og ekkert fari úrskeiðis.

 

Mat

Eiginlegt mat fer fram í gegnum verkefnisvinnu eftir heimsóknina. Einnig meta safnvörður og kennari hvað hópurinn hefur lært í matsalnum, í formi umræðna.

 

 

 

Ítarefni fyrir kennara:

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga 10:00-17:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.700 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.600 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.100 kr., leiðsögn í Óðni 1.100 kr. Sameiginlegur miði 2.200 kr.

Börn 0-17 ára

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.