Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Sjóminjasafnið - Fræðsla / Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur
Sjóminjasafn 8. - 10. bekkur 29.08.2016

Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur

Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta og fjallað um sjósókn Íslendinga í gegnum aldirnar, bæði kvenna og karla. Við pælum í staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku og skoðum hvernig hetjulegar sjókonur breyttust í ókvenlegar „gribbur“ í sögulegu samhengi á meðan sjómenn hafa lengi setið einir að nafngiftinni hetjur hafsins.

Sjominjasafn_stelpa.jpg

Fjöldi: 20-25 nem.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

 

Markmið heimsóknar

  • Að kynna fyrir nemendum sjósókn Íslendinga, bæði sjómanna og sjókvenna í gegnum aldirnar.
  • Að velta fyrir sér staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku í tengslum við sjómennsku. 
  • Að velta fyrir sér mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma. 

Tenging við námskrá

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

  • Beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd (Samfélagsgreinar: Hugarheimur)
  • Rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekkir almenn ákvæði um mannréttindi (Samfélagsgreinar: Félagsheimur)

Undirbúningur heimsóknar

Áherslur heimsóknar byggja að hluta til á Kynungabók, upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynjanna, útgefið af mennta- og menningarmálaráðuneyti (2010). Kennurum stendur einnig til boða orðalisti sem tengist sýningum Sjóminjasafnsins.

Skipulag heimsóknar

Safnkennari tekur á móti nemendum í andyri Sjóminjasafnsins að Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Gengið er saman um grunnsýningu Sjóminjasafnsins Frá örbirgð til allsnægta. Nemendur vinna stutt paraverkefni í lokin þar sem þeim gefst færi á að ræða þær hugrenningar sem kvikna í heimsókninni. 

     

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

10:00-17:00.

Leiðsögn í Óðni

Kl. 13:00, 14:00 og 15:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 10:00-17:00

nema föstud. langa og páskadag er opið 12:00-17:00.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.400 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 900 kr., leiðsögn í Óðni 900 kr. Sameiginlegur miði 1.700 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.