Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Sjóminjasafnið - Fræðsla / Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur
Sjóminjasafn 8. - 10. bekkur 29.08.2016

Hetjur hafsins: Sjómenn og sjókonur

Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta og fjallað um sjósókn Íslendinga í gegnum aldirnar, bæði kvenna og karla. Við pælum í staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku og skoðum hvernig hetjulegar sjókonur breyttust í ókvenlegar „gribbur“ í sögulegu samhengi á meðan sjómenn hafa lengi setið einir að nafngiftinni hetjur hafsins.

Sjominjasafn_stelpa.jpg

Fjöldi: 20-25 nem.

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

 

Markmið heimsóknar

  • Að kynna fyrir nemendum sjósókn Íslendinga, bæði sjómanna og sjókvenna í gegnum aldirnar.
  • Að velta fyrir sér staðalímyndum, kvenleika og karlmennsku í tengslum við sjómennsku. 
  • Að velta fyrir sér mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma. 

Tenging við námskrá

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

  • Beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd (Samfélagsgreinar: Hugarheimur)
  • Rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekkir almenn ákvæði um mannréttindi (Samfélagsgreinar: Félagsheimur)

Undirbúningur heimsóknar

Áherslur heimsóknar byggja að hluta til á Kynungabók, upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynjanna, útgefið af mennta- og menningarmálaráðuneyti (2010). Kennurum stendur einnig til boða orðalisti sem tengist sýningum Sjóminjasafnsins.

Skipulag heimsóknar

Safnkennari tekur á móti nemendum í andyri Sjóminjasafnsins að Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Gengið er saman um sýningarnar Sjókonur og grunnsýningu Sjóminjasafnsins Frá örbirgð til allsnægta. Nemendur vinna stutt paraverkefni í lokin þar sem þeim gefst færi á að ræða þær hugrenningar sem kvikna í heimsókninni. 

  •  

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

10:00-17:00.

Leiðsögn í Óðni

Kl. 13:00, 14:00 og 15:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 10:00-17:00

nema föstud. langa og páskadag er opið 12:00-17:00.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.400 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 900 kr., leiðsögn í Óðni 900 kr. Sameiginlegur miði 1.700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.