Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Sjóminjasafnið - Fræðsla / Komdu og skoðaðu hafið...á safni!
Sjóminjasafn 2. - 3. bekkur 29.08.2016

Komdu og skoðaðu hafið...á safni!

Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu hafið. Gengið er um sýninguna Frá örbirgð til allsnægta. Nemendur kynnast aðbúnaði sjómanna og sjókvenna hér áður fyrr, auðlindum hafsins og nýtingu þeirra.

Nemendur skoða sýninguna Frá örbirgð til allsnægta

Fjöldi: 20-25 nem

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

 

 

 

Markmið

  • að nemendur kynnist aðbúnaði sjómanna og kvenna hér áður fyrr, ásamt helstu aðferðum við fiskveiðar.
  • að nemendur kynnist auðlindum hafsins og hvernig Íslendingar hafa nýtt sér þær í aldanna rás.

Tenging við námskrá

  • fjallað um samspil manns og náttúru (Náttúrugreinar: heilbrigði umhverfisins)
  • bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum (Samfélagsgreinar: reynsluheimur)

Kennsluefni / Kennslugögn

Nemendur fá verkefni að lokinni leiðsögn sem hægt er að vinna á safninu. Kennurum stendur einnig til boða að nýta sér hugtaka- og orðalista Sjóminjasafnsins. Sjá hér að neðan.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Hentar vel með námsefninu Komdu og skoðaðu hafið eða almennri umfjöllun í skólanum um sjómennsku, aðbúnað sjómanna og kvenna og nýtingu auðlinda.

Skipulag heimsóknar

Safnkennari tekur á móti hópnum á 1.hæð Sjóminjasafnsins, Grandagarði 8 – 101 Reykjavík.

  • Hópurinn gengur saman um sýningar safnsins, Sjókonur og Frá örbirgð til allsnægta.
  • Nemendur geta leyst stutt verkefni

Mikilvægt er að kennarar fylgi hópnum, fylgist vel með og taki virkan þátt.

Úrvinnsla

Hentar vel með námsefninu Komdu og skoðaðu hafið og hægt að vinna með efnið bæði fyrir og eftir heimsókn.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

10:00-17:00.

Leiðsögn í Óðni

Kl. 13:00, 14:00 og 15:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 10:00-17:00

nema föstud. langa og páskadag er opið 12:00-17:00.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.400 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 900 kr., leiðsögn í Óðni 900 kr. Sameiginlegur miði 1.700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.