Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Sjóminjasafnið - Fræðsla / Þorskastríðssögur - RÚTUTILBOÐ!
Sjóminjasafn 5. - 7. bekkur 30.08.2016

Þorskastríðssögur - RÚTUTILBOÐ!

Hvers konar samskipti eiga sér stað um borð í varðskipi? Hvað er Þorskastríð? Æsispennandi hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni þar sem nemendur og kennarar bregða sér í hlutverk skipsáhafnar í spuna og leik. Safnkennari leiðir leikinn sem byggir á raunverulegum atburðum.

Hlutverkaleikur um borð í varðskipinu Óðni

Fjöldi: 12-20 nem.

Bókaðu heimsókn

Tími: 1-2 klst.

Ítarefni stendur kennurum til boða við bókun heimsóknar. Rútutilboðið gildir fyrir grunnskóla Reykjavíkur.

Markmið

  • Að gefa nemendum færi á að kynnast sögu varðskipsins Óðins og þorskastríðanna í gegnum leik og sköpun.

Tenging við námskrá

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

  • Tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði. (List- og verkgreinar: menningarlæsi)
  • Skapað skýra leikpersónu og viðhaldið henni í stuttum leikþætti með viðeigandi radd- og líkamsbeitingu. (List- og verkgreinar: leiklist)
  • Gert sér grein fyrir nýtingu og verndun auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar. (Samfélagsgreinar: reynsluheimur)
  • Velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsbreytingum og þjóðfélagsbreytingum. (Samfélagsgreinar: reynsluheimur)

Kennsluefni / Kennslugögn

Við komu á safnið fá bæði nemendur og kennarar hlutverk og búning. Hægt er að nálgast rafræn ítarefni hjá fræðsluteymi safnsins, þ.á.m. tímaritisgreinar um þorskastríðin, ljósmyndir, verkefni, starfs- og verkefnislýsingar áhafnar, skipurit yfir valdaröð skipsins og orðalista.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Það hefur reynst mjög vel að kennarar fari yfir sögu þorskastríðanna sem og starfslýsingar áhafnarinnar með bekknum fyrir heimsókn.

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum í anddyri Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Grandagarði 8.
  • Allir fá sín hlutverk, búning og merkispjöld. Gengið er saman út í varðskipið Óðinn.
  • Hlutverkaleikurinn er kynntur og allir taka að sér hlutverk sem áhafnarmeðlimur varðskipsins Óðins þar sem skipið er staðsett í átökum við breska togara út á miðunum.
  • Samantekt og umræður.

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga

10:00-17:00.

Leiðsögn í Óðni

Kl. 13:00, 14:00 og 15:00.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Páskar

Opið alla daga 10:00-17:00

nema föstud. langa og páskadag er opið 12:00-17:00.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.600 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.400 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 900 kr., leiðsögn í Óðni 900 kr. Sameiginlegur miði 1.700 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.