Forsíða / Sjóminjasafnið í Reykjavík / Veitingar og útleiga sala

Veitingar og útleiga sala

Sjóminjasafnið - Víkin
Víkin kaffihús með öðru nafni Betri stofan

Víkin kaffihús

ATH Kaffihúsið verður lokað frá 22. apríl til 1. júní 2017 vegna breytinga

Kaffihúsið og veitingastaðurinn Víkin er staðsett á 1. hæð Sjóminjasafnsins með fallegu útsýni yfir höfnina. Veitingastaðurinn er opinn á sama tíma og safnið nema annað sé auglýst. Í hádeginu býður Víkin upp á fyrsta flokks fiskrétti og fiskisúpu. Þar er einnig boðið upp á nýbakaðar kökur með kaffinu. Við veitingastaðinn er glæsileg verönd þar sem hægt er að njóta sjávarloftsins og veitinga á góðviðrisdögum.

Betri stofan
Víkin kaffihús / Betri stofan

Sjóminjasafnið leigir út sali fyrir fundi, móttökur og veislur. Taka þarf tillit til starfsemi safnsins.

Salir

  • Betri stofan er um 230 fermetra salur með útsýni yfir höfnina. Verð:  2-3 tíma síðdegismóttaka og fermingaveislur 53.000 kr. (vsk. innifalinn). Kvöldveisla 75.000 kr. (vsk. innifalinn)
  • Betri stofan og anddyri leigð út fyrir stuttar móttökur eða fordrykki. Verð: kr. 130.000 kr. (vsk. innifalinn) fyrir allt að 4 klst. auk veitinga. Anddyri er eingöngu leigt út eftir kl. 17:00. Að auki bætist við kostnaður eftirlitsaðila með safni.
  • Hornsílið er ca. 80 fm. salur á annarri hæð safnsins, tilvalin fyrir fyrirlestra, fundi eða kvikmyndasýningar. Skjávarpi og þráðlaus nettenging.  Hentugur fyrir allt að 50-60 manns í sæti þegar um bíóuppröðun er að ræða, færri ef setið er við borð.  Verð:  35.000 kr. (vsk. innifalinn) fyrir hálfan dag (4 tímar) og 60.000 kr. (vsk. innifalinn) fyrir allan daginn.

Miðað er við á dagvinnutíma (kl. 09:00-17:00) ef fundur fer fram utan þess tíma þarf að auki að greiða laun starfsmanns  5.000 kr. pr. klst. 

Utan almenns opnunartíma safnsins hækkar gjaldið og er breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni. Frekari upplýsingar um salaleigu má fá í síma 411-6300 eða hjá sigrun.olafsdottir4@reykjavik.is

 

Hornsílið
Hornsílið

Veitingar:

Um allar veitingar í húsinu sér veitingamaður hússins Snorri Birgir Snorrason. Fyrir frekari upplýsingar um veitingar vinsamlegast hafið samband í síma 5710960 eða á netfangið snorri@kokkurinn.is

Ekki er heimilt að koma með eigin veitingar.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Lokað fram á vor 2018

vegna framkvæmda og sýningaskipta.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi. Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.650 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.300 kr.

Safn + Óðinn

2.600 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.100 kr., leiðsögn í Óðni 1.100 kr. Sameiginlegur miði 2.200 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

67 ára+ og öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.000 kr.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.