Forsíða / Viðey / Ferjan

Ferjan

Elding sér um ferjusiglingar á milli Viðeyjar og Reykjavíkur. Yfir sum­ar­mán­uð­ina eru dag­legar áætlun­ar­ferðir frá Skarfabakka, Hörpu og Ægis­garði. Yfir vetr­ar­mán­uð­ina eru áætlun­ar­ferðir á laug­ar­dögum og sunnu­dögum frá Skarfabakka. Báturinn Gestur er oft­ast not­aður í sigl­ingum yfir til Viðeyjar en Elding hefur einnig yfir að ráða stærri bátum sem not­aðir eru fyrir stóra hópa og/eða vegna við­burða í eyjunni.

Miða í ferj­una má kaupa á eft­ir­töldum stöðum:

  • Gamla Höfnin Ægis­garði miða­sala Elding Hvalaskoðun
  • Harpa Tónlistarhús, mót­töku borð
  • Viðey miða­sala á Skarfagörðum

Vefsíða Eldingar.

Sumarsiglingar 15. maí - 30. sept - siglt daglega:

Til Viðeyjar frá Skarfabakka: Á klukkutíma fresti frá 10:15 - 17:15.

Til Viðeyjar frá Gömlu höfninni (í miðborginni): 11:50 og 14:50

Til Viðeyjar frá Hörpu: 12:00 og 15:00

Frá Viðey til Skarfabakka: Á klukkutíma fresti frá 12:30 - 18:30.

Frá Viðey til Gömlu hafnarinnar (í miðborginni) og Hörpu: 11:30, 14:30 og 17:30

Vetrarsiglingar frá 1. okt - 14. maí - einungis siglt á laugardögum og sunnudögum.

Til Viðeyjar frá Skarfabakka: 13:15, 14:15 og 15:15

Frá Viðey til Skarfabakka: 14:30, 15:30 og 16:30

Ath það verða engar siglingar 25. desember 2016 og 1. janúar 2017!

Friðarsúluferðir

Friðarsúluferðinar eru áhuga­verðar kvöld­ferðir helg­aðar Friðarsúlunni og bar­áttu John Lennons og Yoko Ono fyrir heims­friði. Ferðirnar taka tvo tíma með leið­sögn. Gengið er að súl­unni og stoppað á áhuga­verðum stöðum á leið­inni þar sem leið­sögu­maður miðlar upp­lýs­ingum um sögu, nátt­úru og listir í eyj­unni. Styrkur, kraftur og ljómi Friðarsúlunnar tekur mið af veð­ur­fari hverju sinni og ef heppnin er með í för leika norð­ur­ljósin við frið­ar­ljós súlunnar.

Ár hvert er Friðarsúlan tendruð á afmæl­is­degi Lennons, 9. októ­ber, og lýsir hún upp kvöld­him­in­inn til og með 8. des­em­ber en þann dag dó Lennon árið 1980. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð frá vetrarsól­stöðum til nýárs, í eina viku í kringum vor­jafn­dægur og á sér­stökum hátíð­ar­dögum sem listakonan Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um.

Friðarsúluferðir eru í boði:

kl. 20:00 þann 9. október er siglt frá Skarfagörðum í boði Yoko Ono. 
kl. 20:00 frá 10. októ­ber til 8. des­em­ber (á hverju kvöldi).
kl. 18:00 dag­ana 21., 22., 27., 28. og 30. des­em­ber.
kl. 16:00 gaml­árs­dag 31. des­em­ber.
kl. 20:00 18. febrúar.
kl. 21:00 dag­ana 20. til 27. mars (á hverju kvöldi).

Brottfarir frá Gömlu höfn­inni í Reykjavík.

Elding, Hvalaskoðun Reykjavík, er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem gert hefur út á hvala­skoðun og aðrar ævintýra­ferðir á sjó frá árinu 2000. Frá árinu 2007 hefur fyr­ir­tækið haft samn­ing við Reykjavíkurborg um rekstur Viðeyjar og býður upp á ferju­sigl­ingar þangað. Rekstrarstjóri er Guðlaugur Ottesen Karlsson, gulli@elding.is

Starfsmönnum Eldingar er umhugað um fal­lega og við­kvæma nátt­úr­u í Viðey. Fyrirtækið er vottað af EarthCheck og bátar þeirra bera Bláfán­ann. Árið 2008 hlaut Elding umhverf­is­verð­laun Ferðamálastofu og stöð­ugar fram­farir í umhverf­is­málum eru mik­il­vægur þáttur í starfi fyrirtækisins.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411-6360

Netföng:

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Opið

Opið

Vetraropnun

1. okt - 14.maí. Einungis siglt laugardaga og sunnudaga.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl.13:15. Síðasta sigling frá Viðey kl.16:30.

Sumaropnun

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl. 10:15.Síðasta sigling frá Viðey kl. 18:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.500 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Börn 7 - 17 ára

750 kr.

Eldri borgarar 67+ og öryrkjar

1.350 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.