25.08.2017

Ævintýraeyjan

Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum og það er von okkar að heimsóknir í Viðey nýtist sem stuðningur við starf skólanna.

viðey_tunid_1620x1080.jpg

Markmið heimsóknar

Í upphafi heimsóknar  er hægt að bóka kynningu á því sem eyjan hefur upp á að bjóða. Viðey er tilvalinn staður til útikennslu í samfélagsfræði þar sem hún er samofin sögu Reykjavíkur, þéttbýlismyndun á Íslandi og atvinnusögu borgarinnar. Viðey er kjörinn staður til að fræðast um sérstöðu íslenskrar náttúru. Þar er mikið fuglalíf og verpa t.d. um 30 tegundir fugla í eynni. Viðey má nýta sem vettvang reynslunáms til að kynnast fjölbreyttu lífi í fjörum, sjávarföllum o.fl. Listaverkin í Viðey, Friðarsúla Yoko Ono og Áfangar eftir Richard Serra voru sérstaklega unnin útfrá staðsetningu sinni í eyjunni. Þau ýta undir að staldra við og horfa gaumgæfilega á umhverfið í kring. Heimsókn í eyjuna má auðveldlega nýta sem sem innblástur til sköpunar.

 

Í Viðey eru góð aðstaða fyrir alla hópa

  • Hesthúsið er ný og glæsileg aðstaða til að grilla, setjast og borða nesti ásamt salernisaðstöðu og nýta leiktækin. Aðstaðan er beint fyrir aftan Viðeyjarstofu og því mjög miðsvæðis.
  • Viðeyjarnaustið er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt grilli og salernisaðstöðu. Hópar verða koma með kol og allt til að grilla.
  • Skólinn er í austurhluta eyjunnar þar er hægt að setjast inn og borða nesti en enginn grillaðstaða er við húsið.
  • Gott er að hafa nesti í bakpoka en hópar bera sjálfir ábyrgð á að flytja nesti og vistir í eyjunni. Hópar verða að koma með allt til framleiðslu á mat – ef á að grilla verða hópar að koma með kol, olíu og eldfæri þar sem það eru eingöngu kolagrill á staðnum. Ekki er aðgengi að gasgrilli.
  • Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að hvassara getur verið í eynni en á landi. Best er að gera ráð fyrir að dvelja nokkrar klukkustundir í eynni.
  • Kort af Viðey ásamt ýmislegu ítarefni um Byggingar í Viðey, Sagan í ViðeyNáttúran í ViðeyList í Viðey:  http://borgarsogusafn.is/is/videy/um-videy
  • Viðey er ekki hættu­laus staður. Þar er að finna kletta, skurði og tjarnir sem geta verið var­huga­verð. Við bendum á að börn eru á ábyrgð for­eldra eða annarra for­ráða­manna í eyjunni.

 

Nánari upplýsingar: safnfraedsla@reykjavik.is
Bóka þarf ferð með ferjunni sérstaklega hjá Guðlaugi á gulli@elding.is – Viðeyjarferjan siglir út í eyju alla virka daga frá maí og út september. Ekkert gjald er tekið fyrir 6 ára og yngri. 

 

Viðey er perla sem ber að gæta og varðveita. Sýnum nærgætni í umgengni við hana svo hægt sé að koma og njóta náttúru hennar aftur og aftur.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 533 5055

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Skólaheimsóknir

safnfraedsla@reykjavik.is

Opið

Opið

Vetur

1. okt - 14.maí. Einungis siglt um helgar. Fyrsta sigling til Viðeyjar 13:15. Síðasta sigling frá Viðey 16:30.

Sumar

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.550 kr.

67 ára+ og öryrkjar

1.400 kr.

Nemendur

1.400 kr.

Börn 7 - 17 ára

775 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.