Tillögur fyrir leikskóla
Heimsókn í Viðey er sterk upplifun sem auðveldlega má tengja við náttúrufræði, sköpun og lífsleikni. Þar eru ótal möguleikar til útikennslu og reynslunáms. Við mælum með náttúruskoðun og fjöruferðum.

Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að hvassara getur verið í eynni en á landi. Best er að gera ráð fyrir að dvelja nokkrar klukkustundir í eynni.
Við mælum með því að kennarar ráðfæri sig með góðum fyrirvara við fræðsluteymi Borgarsögusafns til að útfæra heimsóknir í Viðey að vori eða hausti.
Nánari upplýsingar og ítarefni um Viðey má finna á http://www.borgarsogusafn.is/is/videy undir Viðey.
Viðeyjarferjan siglir út í eyju alla virka daga frá maí og út september. Athugið að ekkert gjald er tekið fyrir 6 ára og yngri. Bóka þarf ferjuferð í gegnum Eldingu: gulli@elding.is