Forsíða / Viðey / Skólahópar / Heimsókn til Viðeyjar
21.12.2015

Heimsókn til Viðeyjar

Það er margt áhugavert í boði í Viðey. Eyjan er náttúruparadís, frábært útivistarsvæði og sögustaður. Þar er meðal annars að finna skemmtileg leiksvæði og ævintýralegar fjörur.

Afþreying - Viðey

Markmið

  • Njóta þess sem útivistarsvæðið og náttúruperlan Viðey hefur upp á að bjóða.
  • Kynnast menningu, náttúru og sögu eyjunnar.
  • Hafa gaman!

Undirbúningur fyrir heimsókn

Viðey er útivistarsvæði og því mikilvægt að allir séu vel klæddir og tilbúnir fyrir útiveru. Aðstaða innandyra er fyrir hendi, en til þess að njóta þess sem eyjan hefur upp á að bjóða er sterklega mælt með útiveru. Vilji umsjónarmaður nýta grillaðstöðu eyjunnar, þarf að hafa með allt sem þarf til grillsins, þ.e.a.s. allan mat og meðlæti, kol, grilltangir, diska, glös og þess háttar.

Skipulag heimsóknar

Leiðsögnin og öll aðstaða er skóla­hópum að kostn­að­ar­lausu en panta skal fræðslu/leiðsögn fyrir skólahópa á safnfraedsla@reykjavik.is og ferjuferðir þarf að bóka hjá Eldingu/Hvalaskoðun. Rekstrarstjóri Viðeyjarferða hjá Eldingu er Guðlaugur Ottesen, net­fang: gulli@elding.is

Starfsmaður tekur á móti hópnum og veitir leið­sögn sem sniðin er að þörfum hvers hóps fyrir sig. Hægt er að velja ýmsar göngu­leiðir sem henta hópnum, skoða Viðeyjarkirkju, leika á leik­svæði við Viðeyjarstofu og fara í fjör­una, skoða Friðarsúluna og borða síðan nesti eða hádeg­is­verð í Viðeyjarnausti.

Viðeyjarferjan er með reglulegar ferðir út í eyju á virkum dögum frá maí og út september ár hvert. Athugið að greiða þarf fyrir farþegar ferjunnar 7 ára og eldri.

Í Naustinu er aðstaða fyrir nesti. Þar er einnig að finna kolagrill sem frjáls afnot eru af, mikilvægt er þó að taka með sér kol til að hægt sé að nota grillið.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

s: 411-6360

s: 533-5055

Hafðu samband

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl. 10:15. Síðasta sigling frá Viðey kl. 18:30.

Vetur

1. okt - 14.maí. Einungis siglt laugardaga og sunnudaga.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl. 13:15. Síðasta sigling frá Viðey kl. 16:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.550 kr.

67 ára+ og öryrkjar

1.400 kr.

Nemendur

1.400 kr.

Börn 7 - 17 ára

775 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.