Forsíða / Viðey / Um Viðey

Um Viðey

Hér má upplifa þúsund ára sögu og njóta einstakrar náttúru. Viðey er perla sem ber að gæta og varðveita. Sýnum nærgætni í umgengni við hana svo hægt sé að koma og njóta náttúru hennar aftur og aftur.

Viðey-Ferjan

Eyjan er afar gróð­ur­sæl og var öldum saman talin ein besta bújörð lands­ins. Þar bjuggu mennta­menn og áhrifa­menn í íslensku sam­fé­lagi og þar sjást enn ummerki túna og hlað­inna garða. Eyjan skipt­ist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey sem tengj­ast með Eiðinu. Á austurhluta Heimaeyjar er að finna rústir þorps frá tímum Milljónafélagsins þegar útgerð og mann­líf stóð þar í miklum blóma. Nú standa þar eftir aðeins tvær bygg­ingar og rústir einar sem minna á liðna tíma. Á Heimaey standa ein elstu hús lands­ins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa sem áður hýstu heldri fjöl­skyldur en eru nú opin almenn­ingi og þar er einnig rek­inn veit­inga­staður. Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafn­framt útivista­svæði í eigu Reykvíkinga og öllum er vel­komið að koma og njóta kyrrðar og nátt­úru eyjarinnar.

Viðey er um 1,7 km2 að stærð  og rís hæst 32 metra yfir sjáv­ar­máli. Meðfram strönd eyj­ar­innar sjást stór­brotnar berg­mynd­anir. Fegurð stuðla­bergs­ins í Virkishöfðanum og Eiðisbjarginu er sér­stak­lega mikil. Æðarfugl er algeng­asti fugl­inn í Viðey og verpir hann beggja vegna við Þórsnesið, en þar er eyjan friðuð yfir varp­tím­ann, á tíma­bil­inu 1. maí - 1. júlí. Aðrar algengar fugla­teg­undir í eyj­unni eru fýll, grá­gæs, hrossa­gaukur, send­lingur, og tjaldur en alls verpa þar um 30 fuglategundir. Einnig má sjá hesta innan girðingar á svæðinu, en þeir eru ekki til útleigu. 

Viðey er ekki hættu­laus staður. Þar er að finna kletta, skurði og tjarnir sem geta verið var­huga­verð. Við bendum á að börn eru á ábyrgð for­eldra eða annarra for­ráða­manna í eyjunni.

Ítarefni um Viðey

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411-6360

Netföng:

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Opið

Opið

Vetraropnun

1. okt - 14.maí. Einungis siglt laugardaga og sunnudaga.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl.13:15. Síðasta sigling frá Viðey kl.16:30.

Sumaropnun

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl. 10:15.Síðasta sigling frá Viðey kl. 18:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.500 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Börn 7 - 17 ára

750 kr.

Eldri borgarar 67+ og öryrkjar

1.350 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.