Forsíða / Viðey / Veitingar og útleiga

Veitingar og útleiga

Fundir og ráð­stefnur í ein­stöku umhverfi

Í Viðey er skemmti­leg og einstök aðstaða til funda– og ráð­stefnu­halda og hentar oft vinnusömum hópum að sigla í eyjuna fögru.

Boðið er upp á veit­ingar á heims­mæli­kvarða og séð fyrir öllum helsta bún­aði fyrir viðburðinn.

Heilsdagspakki samanstendur af:

Salarleigu
Morgunkaffi
Léttum hádeg­is­verði
Eftirmiðdagskaffi
Kaffi, te og vatni yfir dag­inn
Fullkomnum sýn­ing­ar­bún­aði, þar á meðal inn­byggðu hljóð­kerfi og skjáv­arpa
VCR/DVD/P3, töflu, flet­titöflu, þráð­lausu net o.fl.

Sendið tölvupóst á videyjarstofa@videyjarstofa.is eða í síma 533-5055 og við hjálpum til við að skipu­leggja eft­ir­minni­lega dagskrá. 

Viðey-Veitingar

Viðeyjarstofa er til­val­inn staður til að koma saman og njóta veit­inga í rólegu og not­a­legu umhverfi. Þar er rekið kaffi­hús og veit­inga­staður í tengslum við sigl­ingar Viðeyjarferjunnar.

Húsið er til­val­in staður fyrir veislur, fundi og aðrar uppá­komur allan árs­ins hring. Efri hæðin rúmar allt að 130 manns í sæti og á neðri hæð­inni eru minni rými fyrir allt frá 10 til 25 manns.

Gallery Restaurant – Hótel Holti sér um veit­ing­a­rekstur í Viðey og hefur gert frá apríl 2010. Veitingastaðurinn hefur frá upp­hafi skipað sér í fremstu röð hér á landi enda gert út á gæði, fagmennsku og þjónustu.

Á sumrin er opið dag­lega í Viðeyjarstofu frá 11:30 til 18:00. Auk þess er opn­un­ar­tím­inn fram­lengdur í tengslum við þriðju­dags­göngur og aðra við­burði.  Á mat­seðl­inum er að finna kræk­ling úr Breiðafirðinum, graflax, sam­lokur, vöfflur og fleira góðgæti.

Á vet­urna er opið á laug­ar­dögum og sunnu­dögum frá 13:30 til 16:00. Á mat­seðl­inum er að finna kakó, kaffi, vöfflur og annað sætmeti.

Matseðill

Í boði dag­lega á sumrin frá 11:30–16:00:

  • Hráskinka, tóm­atar, mozzar­ella og basil - 1.990 kr.
  • Kræklingur í hvít­lauk og stein­selju ásamt frönskum kart­öflum - 3.250 kr.
  • Pönnusteiktar grísalundir, kartöfluflauel og Búrgundarsósa - 3.200 kr.
  • Saltfiskur, sultaðir tómatar, hvítlauks “aioli”og fennel - 2.950 kr.- 
  • Steikt rauðspretta og franskar kartöflur ásamt salati og tartar sósu - 2.950 kr.

Í boði dag­lega á sumrin frá 11:30–18:00:

  • Samloka með skinku, osti, salati og frönskum kartöflum - 2.450 kr.
  • Vöfflur með heima­lag­aðri sultu og rjóma - 950 kr.
  • Graflax með hunangssinnepsósu og rist­uðu brauði - 2250 kr.
  • Íslensk kjötsúpa úr lambalæri, rótargrænmeti og kryddjurtum - 3250 kr.
  • Sætabrauð frúarinnar með eplum, hnetum, karamelluhjúp og þeyttum rjóma - 950 kr.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411-6360

Netföng:

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Opið

Opið

Vetraropnun

1. okt - 14.maí. Einungis siglt laugardaga og sunnudaga.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl.13:15. Síðasta sigling frá Viðey kl.16:30.

Sumaropnun

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar kl. 10:15.Síðasta sigling frá Viðey kl. 18:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.500 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Börn 7 - 17 ára

750 kr.

Eldri borgarar 67+ og öryrkjar

1.350 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Does this site need fixing?

Please send us your feedback

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.