Forsíða / Sýningarstefna

Sýningarstefna

2015 - 2017

Borgarsögusafn Reykjavíkur vill með sýningum sínum efla söguvitund, skilning og víðsýni.  Með metnaðarfullum sýningum leitast safnið við að vekja áhuga og forvitni og kynna þá fegurð og fjölbreytileika sem býr í safneignum þess. Safnið sé vettvangur fyrir ólíkar raddir og viðhorf, skapandi umræðu og gagnrýna hugsun. Sýningar safnsins séu unnar í samstarfi við hina ýmsu hópa samfélagsins og höfði jafnt til innlendra sem erlendra gesta. 

Markmið

  • að veita gestum innsýn í margslungna sögu og menningu Reykjavíkur með fjölbreytni í vali sýninga
  • að vera í samstarfi við einstaklinga, listamenn, félög og samtök, innlendar og erlendar mennta- og menningarstofnanir um sýningar 
  • að sýningar safnsins séu gerðar með aðgengi allra að leiðarljósi
  • að vinna vandaðar sýningar byggðar á áreiðanlegum rannsóknum en tryggja um leið vistvæna hönnun og efnisval
  • að tryggja sveigjanleika þannig að hægt sé að skipta um sýningar eða hluta þeirra
  • að upplýsingar um sýningar safnsins , eldri, núverandi og framundan, séu aðgengilegar á heimasíðu

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita