Forsíða / Varðveislustefna

Varðveislustefna

2015 - 2017

Varðveislustefna Borgarsögusafns Reykjavíkur hefur öryggi safngripa að leiðarljósi. Í varðveislustefnu er fjallað um helstu áherslur og verkefni er varða fjóra meginþætti: safngeymslur og varðveisluhús, öryggismál og neyðaráætlanir, forvörslu og viðgerðir, starfsemi og hlutverk smíða- og forvörsluverkstæðis.

Stefnt er að því að öll starfsemi og aðstaða sem tengist varðveislu safngripa, forvörslu og viðgerðum verði staðsett í Árbæjarsafni. Stefnt er að því að allur aðbúnaður safngripa og vinnuaðstaða starfsfólks verði til fyrirmyndar og borginni til sóma.

Markmið

  • að bæta öryggi safngripa í safnhúsum, á sýningum og í geymslum.
  • að endurskoða og samræma öryggismál; öryggis- og viðbragðsáætlun fyrir allt safnið.
  • að bæta varðveisluskilyrði og aðbúnað allra safngripa.
  • að koma á framkvæmdaáætlun byggingu nýs varðveisluhúss.

Þarfnast síðan lagfæringar?

Látið okkur vinsamlegast vita

Þarnast þessi síða lagfæringar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Skyldu eftir netfang þitt og sendu okkur ábendingu um hvernig við getum bætt innihald þessarar síðu.