Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

 Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
Árbæjarsafn: Föturnar hans Friðriks
Árbæjarsafn frístundastarf

Leikjafjör - Í boði 17. maí til 20. ágúst

Við bjóðum upp á fræðandi leiki fyrir hópa sem vilja njóta útiveru í einstöku umhverfi. Leikirnir eru þrír og henta mismunandi aldri: Litir og form fyrir 5 - 9 ára; Föturnar hans Friðriks fyrir 6 - 14 ára og Lífið án farsíma fyrir 11 - 14 ára. Einnig er hægt að aðlaga leikina fyrir ungt fólk og fullorðna. Tekur u.þ.b. 30 mínútur.

Bóka
Komdu að leika
Árbæjarsafn Leikskóli

Komdu að leika!

Stutt fræðsla og frjáls leikur. Hvernig leikföng áttu mamma, pabbi, afi og amma? Leikföng frá um 100 ára tímabili skoðuð með frjálsum leik á leikfangasýningu safnsins.

Bóka
Senn koma jólin
Árbæjarsafn leikskóli

Senn koma jólin

Ný og spennandi jólafræðsla fyrir elsta árgang leikskóla. Hvernig voru jólin hjá krökkum í gamla daga? Íslensku jólasveinarnir og jólahald fyrr á tímum eru í brennidepli í desemberheimsókn. Undirbúningur fyrir jólin verður í fullum gangi! Tökum á móti bókunum frá og með 1. október. Ókeypis rúta fyrir leikskóla í Reykjavík.

Bóka
Grunnskóli
® Roman Gerasymenko
Árbæjarsafn 3. - 4. bekkur

Verk að vinna

Nemendur fræðast um og vinna verk frá fyrri tíð. Þau fá að vinna verk inni eða úti eftir árstíma og veðri, til dæmis að kemba ull, sópa, finna eldivið eða bera vatn.

Bóka
Fræðsla fyrir grunnskóla
Árbæjarsafn 5.-7.bekkur

Aðfangadagskvöld 1959

Jólatré og jólapakkar – Ókeypis rúta fyrir grunnskóla í Reykjavík. Tilgangur leiðsagnarinnar er að kynna fyrir börnunum jólahald fyrir rúmri hálfri öld, einnig jólasiði og uppruna þeirra. Leitast verður við að hafa leiðsögina ekki einhliða en leyfa börnunum að einhverju leyti að lifa sig inní jólahaldið og tímabilið með nokkurskonar hlutverkaleik. Þau mundu á vissan hátt að taka þátt í undirbúningi og upplifun jólanna fyrir sextíu og einu ári.

Bóka
Árbæjarsafn - Neyzlan
Árbæjarsafn 7. - 10. bekkur

Neyzlan

Innkaup og neysla í 100 ár – Ókeypis rúta fyrir grunnskóla í Reykjavík. Sýningin Neyzlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar er að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur vinna hópverkefni sem eflir skapandi og gagnrýna hugsun í afslöppuðu umhverfi.

Bóka
Árbæjarsafn: Föturnar hans Friðriks
Árbæjarsafn frístundastarf

Leikjafjör - Í boði 17. maí til 20. ágúst

Við bjóðum upp á fræðandi leiki fyrir hópa sem vilja njóta útiveru í einstöku umhverfi. Leikirnir eru þrír og henta mismunandi aldri: Litir og form fyrir 5 - 9 ára; Föturnar hans Friðriks fyrir 6 - 14 ára og Lífið án farsíma fyrir 11 - 14 ára. Einnig er hægt að aðlaga leikina fyrir ungt fólk og fullorðna. Tekur u.þ.b. 30 mínútur.

Bóka
gamlitíminn.jpg
Árbæjarsafn Leikskóli 10.09.2020

Gamli tíminn

Könnunarleiðangur um fortíðina. Hvernig lifði og bjó fólkið í gamla daga? Farið er í könnunarleiðangur í torfbæinn Árbæ. Nemendur fá verkefni þar sem þeir eiga að finna ákveðna hluti og rými. Síðan er haldið í fræðsluhúsið Líkn þar sem sjónum er beint að hverri árstíð fyrir sig.

Bóka
Framhaldsskóli
Árbæjarsafn að vori
Árbæjarsafn

Neyzlan

Heimsókn á sýninguna Neyzlan. Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni fræðslu.

Bóka
arbaejarsafn_likn.jpg
Árbæjarsafn

LÍKN – fjölnota fræðsluhús fyrir smiðjur og nemendasýningar

Á efri hæð hússins LÍKN er aðstaða fyrir ýmsar smiðjur og nemendasýningar í samstarfi við skóla og aðra aðila er tengjast starfsemi safnsins. Á neðri hæðinni er sýning um sögu ljósmyndunnar og ljósmyndastúdíó með búningum og fylgihlutum. Við hvetjum kennara til að ráðfæra sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns um möguleika rýmisins.

Bóka
Háskóli
Árbæjarsafn að vori
Árbæjarsafn

Neyzlan

Heimsókn á sýninguna Neyzlan. Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni fræðslu.

Bóka

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.