Leitað á Árbæjarsafni
Léttur leiðangur um safnsvæðið þar sem leitað er að gripum, herbergjum og húsum til þess að kynnast safninu og sýningunum betur. Tilvalið fyrir vini í liðveislu, fjölskyldur og hópa á eigin vegum.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Finnið Suðurgötu 7
Í Suðurgötu 7 er eina sýningarbaðherbergið en vatnssalerni (innanhússalerni) fóru ekki að sjást á Íslandi fyrr en snemma á 20. öld og þá fyrst og fremst í þéttbýli. Útikamarinn lifði því góðu lífi í sveitum landsins vel inná miðja síðustu öld.
Inni á baðherberginu í suðurgötu er að finna vatnssalerni, bala og vask. Mynduð þið vilja baða ykkur hér eða nota klósettpappírinn?
Hér í Suðurgötu voru einu sinni tvö heimili og því eru tvö eldhús, tvær stofur og þrjú svefnherbergi. Getið þið fundið út hvað eru margir stigar í húsinu?
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Finnið Árbæinn
Hverfið Árbær og safnið er nefnt eftir Árbænum sem er eina íbúðarhúsið sem ekki var flutt á safnið. Líklegast hefur verið búið á landareigninni allt frá landnámi en elsta skriflega heimildin um Árbæ er frá 15. öld.
Inni í Árbæ eru tvö eldhús. Annað er mun eldra en hitt og kallast hlóðaeldhús, getið þið fundið það?
Hlóðaeldhúsið er opið og það hlaðið úr steinum en eldiviðurinn sem var notaður var tað. Í nýrra eldhúsinu er kolavél þar sem kol voru notuð til þess að kveikja uppí en einnig var hægt að nota við eða pappír. Hlóðaeldhúsið var notað þar til að húsfreyjan í Árbæ keypti kolaeldavélina um 1920.
Hér í Árbæ eru líka tveir askar. Þeir eru geymdir þar sem að Íslendingar voru vanir að borða allar sínar máltíðir fyrr á öldum. Annar askurinn, sem stendur ofar en hinn, er stærri þar sem að hann var ætlaður karlmanni en hinn kvenmanni. Fólk skreytti oft askana sína eða bað einhvern um að gera það fyrir sig þar sem þetta var ein af þeim fáu eignum sem að fólk átti útaf fyrir sig. Fólk skreytti þá oft með upphafsstöfunum sínum eða árinu sem þeir voru gerðir.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Finnið næsta hús út frá vísbendingum í textanum
Skóaranum og gullsmiðnum finnst gaman að tefla þegar þeir eru ekki að vinna. Getið þið fundið taflborðið þeirra?
Ekki er vitað hvenær fyrst var farið að spila skák á Íslandi en mynnst er á leikinn í t.d. Heimskringlu og Sturlungu. Á víkingatímanum var hnefatafl spilað en þrátt fyrir að líkjast nútíma skák í útliti þá voru spilareglurnar aðeins öðruvísi.

Finnið sýninguna Neyslan, en nafnið stendur utan á stóru húsinu
Finnið gripina hér að ofan á sýningunni og skoðið á hvaða árum þeir komu til Íslands.
Hvaða gripir á sýningunni eru í uppáhaldi hjá ykkur? Hvaða gripir hafa lítið sem ekkert breyst síðustu áratugina?