Leikjafjör - frá 13. júní til 19. ágúst

Skemmtileg sumardagskrá í heillandi umhverfi Árbæjarsafns. Árbæjarsafn býður upp á gott svæði til alls kyns útiveru og útileikja. Á staðnum er auk þess nestis- og grillaðstaða sem frístundahópum er velkomið að nýta sér.

gro_001_130_1-1.jpg

Fjöldi: 30

Aldur: 6-11 ára

Tími: 45 mín.

 

 

Hvernig var lífið án farsíma? Hvaða leikir voru til í gamla daga?
Tvær skemmtilegar fræðslusleiðir sem veita þeim krökkum, sem koma með fleiri en einu sumar-/frístundanámskeiði yfir sumarið, fjölbreytta dagskrá á safnsvæði Árbæjarsafns. 

14. júní – 2. júlí: Lífið án farsíma
Skemmtilegur leikur þar sem krakkarnir upplifa hvernig lífið var í gamla daga áður en símar og tölvur tóku að auðvelda okkur lífið.

5. júlí – 20. ágúst: Gamlir og góðir leikir
Byrjað er á léttri leiðsögn um safnsvæðið áður en krakkarnir fá að kynnast gömlum leikjum sem íslensk börn léku sér í á árum áður.
Notast er við leikjahefti safnsins svo að leiðbeinendur geti stýrt krökkunum í hinum ýmsu leikjum sem vinsælir voru á 20. öldinni og margir hverjir þekkja enn þann dag í dag.

Fjölbreytt nestisaðstaða er á svæðinu auk þess sem hægt er að grilla í lundinum á vestanverðu safnsvæðinu.
Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir að dagskráin taki um 45 mínútum en frístundahópar mega vera að hámarki í 2 klst. á safnsvæðinu.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.