Aðfangadagskvöld 1959 - RÚTUTILBOÐ!

OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER: Jólaheimsókn þar sem börnin læra um og taka þátt í jólahaldi fyrir rúmri hálfri öld.

Árbæjarsafn_Jól2017
Horft út um gluggann í Lækjargötu 4

Fjöldi: 25 nem.

Bekkur: 5. - 7. 

Tími: 45-60 mín.

OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER

Móttaka hópa verður kl.9:15, kl.10:45 og kl.12:45
frá 27. nóvember til og með 15. desember.

Rútutilboð fyrir grunnskóla í Reykjavík

 

Hvað gerðu krakkarnir á meðan þau biðu eftir jólunum árið 1959? Jólaheimsókn þar sem börnin læra um jólahaldi fyrir rúmri hálfri öld með virkri þátttöku. Jólaskraut verður hengt upp, farið verður í leiki og jólapakkar opnaðir. 

Markmið er að kynna fyrir börnum hvernig íslenskt jólahald var fyrir hálfri öld. Höfum gaman saman í ljúfri jólastemmingu á safninu

 

 

Undirbúningur fyrir heimsókn

Við mælum með hlýjum fatnaði í heimsóknum á Árbæjarsafn. Fyrir heimsóknina er tilvalið að ræða mismunandi hátíðir og hefðir nemenda. Halda allir í bekknum jól? Hvað finnst nemendum skemmtilegast við jólin?

 

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum í sal í Lækjargötu 4, stórt hús sem stendur við torgið á Árbæjarsafni.
  • Nemendur hengja upp jólaskraut, opna jólapakka og fræðast um jólasiði, jólamat, leiki, helgihald og ýmislegt fleira.

 

Úrvinnsla

Hægt er að læra enn frekar um mismunandi hátíðir í öðrum trúarbrögðum og leggja áherslu á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir trú og siðum annarra.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.