Aðfangadagskvöld 1959 - RÚTUTILBOÐ!

Jólaheimsókn þar sem börnin læra um og taka þátt í jólahaldi fyrir rúmri hálfri öld.

Líkn
Líkn

Fjöldi: 25 nem.

Bekkur: 5. - 7. 

Tími: 45-60 mín.

Móttaka hópa verður kl.9:15, kl.10:45 og kl.12:45
frá 21. nóvember til og með 14. desember.

Rútutilboð fyrir grunnskóla í Reykjavík

 

Jólaheimsókn þar sem börnin læra um og taka þátt í jólahaldi fyrir rúmri hálfri öld. Jólaskraut verður hengt upp og jólapakkar opnaðir. Hægt er að fræðast um jólasiði, jólamat, leiki, helgihald og ýmislegt fleira.

Markmið er að kynna fyrir börnum hvernig íslenskt jólahald var fyrir hálfri öld. Var hamborgarhryggur í matinn eða hangikjöt? Fengu allir margar gjafir eða bara eina? Höfum gaman saman í ljúfri jólastemmingu á safninu.

 

 

Undirbúningur fyrir heimsókn

Við mælum með hlýjum fatnaði í heimsóknum á Árbæjarsafn. Fyrir heimsóknina er tilvalið að ræða mismunandi hátíðir og hefðir nemenda. Halda allir í bekknum jól? Hvað finnst nemendum skemmtilegast við jólin?

 

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum í húsinu Líkn, hvítt hús sem stendur við torgið á Árbæjarsafni.
  • Nemendur hengja upp jólaskraut, opna jólapakka og fræðast um jólasiði, jólamat, leiki, helgihald og ýmislegt fleira.

 

Úrvinnsla

Hægt er að læra enn frekar um mismunandi hátíðir í öðrum trúarbrögðum og leggja áherslu á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir trú og siðum annarra.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.