25.08.2017

Verk að vinna

Heimsóknin er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti til að kynnast lífinu í gamla bændasamfélaginu og sjávarþorpinu Reykjavík. Nemendur fá að vinna verk inni eða úti eftir árstíma til dæmis að kemba ull, sópa, finna eldivið eða bera vatn.

® Roman Gerasymenko

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

Markmið

  • Að komast í kynni við aðstæður fólks fyrr á öldum og kynnast verklagi fólks og vinnubrögðum.

Tenging við námskrá

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

  • Nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • Sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)
  • Bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum. (Samfélagsgreinar: Reynsluheimur)

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum við inngang safnsins.
  • Nemendur fá að spreyta sig á starfsháttum fyrri tíma bæði inni og/eða úti eftir árstíma eins og að bera vatn, kemba ull eða finna eldivið.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.